Flugur eru eins og tófú 10. september 2011 11:00 Villi, Gói og Sveppi eru bestu vinir í alvöru. Fréttablaðið/Valli Villi, Gói og Sveppi eru bestu vinir í alvöru, en líka bestu vinir barnanna. Þeir lentu í skuggalegum ævintýrum við gerð Algjörs Sveppa og töfraskápsins. Hér svara þeir mjög mikilvægum spurningum. Hafið þið verið rassskelltir? Sveppi: Jamm, mamma rassskellti mig einu sinni þegar ég var sjö ára. Það var ekki gaman. Villi: Já, ég var mjög óþægur krakki. Gói: Nei, aldrei. Farið þið með bæn fyrir svefninn? Sveppi: Já, stundum og oftast með Faðir vorið því þá líður mér aðeins betur á eftir. Villi: Ég mætti örugglega vera duglegri við það, en ég þakka Guði stundum fyrir mig. Gói: Já alltaf, þá líður mér svo vel. Ég og strákurinn minn förum alltaf með þrjár, fjórar bænir og þá er svo gott að fara að sofa. Hver er óskaafmælisgjöfin? Sveppi: Myndavél. Villi: Gömul Telemark-skíði. Gói: Hjól. Kunnið þið eitthvað einstakt? Sveppi: Já, að halda jafnvægi með hluti á nefinu. Villi: Fáir vita að ég spila á harmóníku. Gói: Minn leyndi hæfileiki er að geta breytt höndunum í lúður og spilað lög. Þá er alltaf gaman að sjá svipinn á fólki. Hvað finnst ykkur skemmtilegast að dreyma á nóttunni? Sveppi: Mig dreymir oft að ég sé að hrapa, það er fínt sko, sérstaklega þegar maður vaknar. Villi: Að ég sé sjóræningi og vísindamaður á sama tíma, svona vísindasjóræningi. Gói: Sveppa og Villa. Hafið þið borðað skordýr? Sveppi: Ég borðaði eitt sinn orm í beinni útsendingu á Stöð 2. Villi: Ég hef nokkrum sinnum gleypt flugur. Þær eru frekar bragðlausar, svona eins og tófú. Gói: Ég borðaði eitt sinn flugu, alveg óvart. Það var ekki gott. Mér brá svo svakalega að ég hrækti henni út úr mér og hljóp inn, tannburstaði mig í klukkutíma og fór í sturtu í fimm tíma. Hvað hræddi ykkur mest í töfraskápnum? Sveppi: Ráma röddin sem kallaði nafn mitt úr skápnum. Villi: Þegar vondu karlarnir eltu okkur á snjósleðum og þegar vondi batt okkur í herberginu en mamma Sveppa bjargaði því. Gói: Það var erfitt og kalt að vera á sjó um nótt. Svo var ég pínu hræddur þegar við flugum út um gat á Hörpu. Vó, það var svakalegt! Hver er uppáhalds barnabíómyndin ykkar? Sveppi: The Goonies. Villi: Bróðir minn ljónshjarta. Gói: The Goonies. Hvert er uppáhalds nammið? Sveppi: Möndlur. Villi: Hlaupkarlar. Gói: Kit Kat. Eruð þið frægastir í fjölskyldum ykkar? Sveppi: Ég er allavega þekktastur í minni, og líka óþekkastur. Villi: Mér var alltaf sagt að Mick Jagger væri frændi minn, svo hann er langfrægastur. Gói: Við pabbi berjumst um titilinn. Það er hörð samkeppni. Hvert var uppáhalds fagið ykkar í skóla? Sveppi: Leikfimi. Villi: Myndmennt. Mér finnst mjög gaman að teikna. Gói: Íslenska. Í hvaða íþrótt eruð þið bestir? Sveppi: Handbolta. Ég er undrabarn í hægra horninu. Villi: Handbolta, en kem sjálfum mér á óvart í badminton. Gói: Sápukúlubandí. Ef þið gætuð orðið hvor annar, hver vilduð þið verða? Sveppi: Líklega Gói. Hann er svo einfaldur, en Villi oft svo áhyggjufullur og hugsi. Villi: Sveppi, því þá mundi ég ekki reka mig upp í opnar skápahurðir og gæti skúrað uppréttur undir eldhúsborði. Gói: Villi. Hann á svo marga vini. Eigið þið dót frá æskuárunum sem þið ætlið alltaf að eiga? Sveppi: Ég á frímerki. Villi: Já, bangsann minn Sigurjón og nokkrar bækur. Gói: Já, fullt af bílum og dóti sem ég ætla alltaf að eiga. Af hverju eruð þið bestu vinir? Sveppi: Vináttan bara atvikaðist. Villi: Af því við treystum hver öðrum og höfum svipaða afstöðu til lífsins. Sveppi og Gói eru líka svo fyndnir. Gói: Af því okkur finnst svo skemmtilegt að vera saman. Þá er alltaf gaman. Villi og Sveppi eru svo skemmtilegir. Við höfum svipuð áhugamál og finnum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Við hvern eruð þið bestir? Sveppi: Ég er mjög góður við sjálfan mig. Villi: Son minn. Gói: Strákinn minn. Hann er bestur og það er best að vera bestur við hann. Hvað er skemmtilegast við að verða fullorðinn, og hvers saknið þið mest við að vera strákar? Sveppi: Maður ræður svo miklu fullorðinn, en ég sakna þess að hafa ekki áhyggjur af neinu. Villi: Að geta fengið byssuleyfi og farið í veiði. Ég sakna þess mest að þora að spyrja. Þegar maður verður fullorðinn óttast maður að aðrir komist að því að maður viti ekki neitt. Ég reyni samt að passa þetta og varðveita. Gói: Sem fullorðinn leikari get ég alltaf verið strákur og það er skemmtilegast. Þegar ég var strákur var ég alltaf að setja upp leikrit og leika, og núna er ég enn að setja upp leikrit og leika, þannig að ekkert hefur breyst. Eru stelpur skemmtilegar? Sveppi: Já... og sætar! Villi: Já, þær geta verið mjög skemmtilegar, alveg eins og strákar, en sumar líka leiðinlegar, alveg eins og strákar. Gói: Já, stelpur eru geðveikt skemmtilegar. Fólk er skemmtilegt burtséð frá því hvort það eru stelpur eða strákar. Ég hef gaman af hressu og skemmtilegu fólki. Það eru bestu vinirnir. Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Villi, Gói og Sveppi eru bestu vinir í alvöru, en líka bestu vinir barnanna. Þeir lentu í skuggalegum ævintýrum við gerð Algjörs Sveppa og töfraskápsins. Hér svara þeir mjög mikilvægum spurningum. Hafið þið verið rassskelltir? Sveppi: Jamm, mamma rassskellti mig einu sinni þegar ég var sjö ára. Það var ekki gaman. Villi: Já, ég var mjög óþægur krakki. Gói: Nei, aldrei. Farið þið með bæn fyrir svefninn? Sveppi: Já, stundum og oftast með Faðir vorið því þá líður mér aðeins betur á eftir. Villi: Ég mætti örugglega vera duglegri við það, en ég þakka Guði stundum fyrir mig. Gói: Já alltaf, þá líður mér svo vel. Ég og strákurinn minn förum alltaf með þrjár, fjórar bænir og þá er svo gott að fara að sofa. Hver er óskaafmælisgjöfin? Sveppi: Myndavél. Villi: Gömul Telemark-skíði. Gói: Hjól. Kunnið þið eitthvað einstakt? Sveppi: Já, að halda jafnvægi með hluti á nefinu. Villi: Fáir vita að ég spila á harmóníku. Gói: Minn leyndi hæfileiki er að geta breytt höndunum í lúður og spilað lög. Þá er alltaf gaman að sjá svipinn á fólki. Hvað finnst ykkur skemmtilegast að dreyma á nóttunni? Sveppi: Mig dreymir oft að ég sé að hrapa, það er fínt sko, sérstaklega þegar maður vaknar. Villi: Að ég sé sjóræningi og vísindamaður á sama tíma, svona vísindasjóræningi. Gói: Sveppa og Villa. Hafið þið borðað skordýr? Sveppi: Ég borðaði eitt sinn orm í beinni útsendingu á Stöð 2. Villi: Ég hef nokkrum sinnum gleypt flugur. Þær eru frekar bragðlausar, svona eins og tófú. Gói: Ég borðaði eitt sinn flugu, alveg óvart. Það var ekki gott. Mér brá svo svakalega að ég hrækti henni út úr mér og hljóp inn, tannburstaði mig í klukkutíma og fór í sturtu í fimm tíma. Hvað hræddi ykkur mest í töfraskápnum? Sveppi: Ráma röddin sem kallaði nafn mitt úr skápnum. Villi: Þegar vondu karlarnir eltu okkur á snjósleðum og þegar vondi batt okkur í herberginu en mamma Sveppa bjargaði því. Gói: Það var erfitt og kalt að vera á sjó um nótt. Svo var ég pínu hræddur þegar við flugum út um gat á Hörpu. Vó, það var svakalegt! Hver er uppáhalds barnabíómyndin ykkar? Sveppi: The Goonies. Villi: Bróðir minn ljónshjarta. Gói: The Goonies. Hvert er uppáhalds nammið? Sveppi: Möndlur. Villi: Hlaupkarlar. Gói: Kit Kat. Eruð þið frægastir í fjölskyldum ykkar? Sveppi: Ég er allavega þekktastur í minni, og líka óþekkastur. Villi: Mér var alltaf sagt að Mick Jagger væri frændi minn, svo hann er langfrægastur. Gói: Við pabbi berjumst um titilinn. Það er hörð samkeppni. Hvert var uppáhalds fagið ykkar í skóla? Sveppi: Leikfimi. Villi: Myndmennt. Mér finnst mjög gaman að teikna. Gói: Íslenska. Í hvaða íþrótt eruð þið bestir? Sveppi: Handbolta. Ég er undrabarn í hægra horninu. Villi: Handbolta, en kem sjálfum mér á óvart í badminton. Gói: Sápukúlubandí. Ef þið gætuð orðið hvor annar, hver vilduð þið verða? Sveppi: Líklega Gói. Hann er svo einfaldur, en Villi oft svo áhyggjufullur og hugsi. Villi: Sveppi, því þá mundi ég ekki reka mig upp í opnar skápahurðir og gæti skúrað uppréttur undir eldhúsborði. Gói: Villi. Hann á svo marga vini. Eigið þið dót frá æskuárunum sem þið ætlið alltaf að eiga? Sveppi: Ég á frímerki. Villi: Já, bangsann minn Sigurjón og nokkrar bækur. Gói: Já, fullt af bílum og dóti sem ég ætla alltaf að eiga. Af hverju eruð þið bestu vinir? Sveppi: Vináttan bara atvikaðist. Villi: Af því við treystum hver öðrum og höfum svipaða afstöðu til lífsins. Sveppi og Gói eru líka svo fyndnir. Gói: Af því okkur finnst svo skemmtilegt að vera saman. Þá er alltaf gaman. Villi og Sveppi eru svo skemmtilegir. Við höfum svipuð áhugamál og finnum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Við hvern eruð þið bestir? Sveppi: Ég er mjög góður við sjálfan mig. Villi: Son minn. Gói: Strákinn minn. Hann er bestur og það er best að vera bestur við hann. Hvað er skemmtilegast við að verða fullorðinn, og hvers saknið þið mest við að vera strákar? Sveppi: Maður ræður svo miklu fullorðinn, en ég sakna þess að hafa ekki áhyggjur af neinu. Villi: Að geta fengið byssuleyfi og farið í veiði. Ég sakna þess mest að þora að spyrja. Þegar maður verður fullorðinn óttast maður að aðrir komist að því að maður viti ekki neitt. Ég reyni samt að passa þetta og varðveita. Gói: Sem fullorðinn leikari get ég alltaf verið strákur og það er skemmtilegast. Þegar ég var strákur var ég alltaf að setja upp leikrit og leika, og núna er ég enn að setja upp leikrit og leika, þannig að ekkert hefur breyst. Eru stelpur skemmtilegar? Sveppi: Já... og sætar! Villi: Já, þær geta verið mjög skemmtilegar, alveg eins og strákar, en sumar líka leiðinlegar, alveg eins og strákar. Gói: Já, stelpur eru geðveikt skemmtilegar. Fólk er skemmtilegt burtséð frá því hvort það eru stelpur eða strákar. Ég hef gaman af hressu og skemmtilegu fólki. Það eru bestu vinirnir.
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira