Lífið

Erfitt að kveðja Georg

Elisabetta Canalis segir erfitt að hætta í sambandi. nordicphotos/getty
Elisabetta Canalis segir erfitt að hætta í sambandi. nordicphotos/getty
Elisabetta Canalis, fyrrverandi kærasta George Clooney, sagði í viðtali við ítalska tímaritið Chi að sambandsslit fengju mikið á hana. „Mér finnst alltaf að mér hafi mistekist þegar sambönd mín ganga ekki upp. Það er ekkert fallegt við það að kveðja ástina sína,“ sagði Canalis, en hún var í sambandi með Clooney í tæp tvö ár. „Ég er svolítil strákastelpa í mér en þegar ástin er annars vegar læt ég vaða yfir mig. Ég er að leita að manni sem getur fært mér öryggi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.