Lífið

Gagnrýnir hefðarfólk

Gagnrýninn Karl Lagerfeld er ekki vanur að sitja á skoðunum sínum. Hann er ekki hrifinn af tísku bresks hefðarfólks. nordicphotos/getty
Gagnrýninn Karl Lagerfeld er ekki vanur að sitja á skoðunum sínum. Hann er ekki hrifinn af tísku bresks hefðarfólks. nordicphotos/getty
Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er lítið hrifinn af tískustraumum þeim sem viðgangast meðal bresks hefðarfólks. Hann segir fötin óklæðileg og ósmekkleg.

Í nýlegu viðtali var Lagerfeld spurður út í brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kötu og kjólana sem gestirnir klæddust við það tilefni og sparaði hönnuðurinn ekki stóru orðin. „Léleg snið, ljótir hattar og allt of stutt pils á feitum fótleggjum. En konungsfólkið er mikið í tísku í dag, ekki satt? Þetta er afturhvarf til gamalla tíma. Fólki finnst þau spennandi,“ sagði Lagerfeld sem stýrir bæði hinum virtu tískuhúsum Chanel og Fendi auk eigin línu, Karl Lagerfeld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.