Engar undankeppnir í Eurovision 20. september 2011 17:00 Vinir Sjonna sem keppnina síðasta vetur og kepptu í Eurovision í Þýskalandi. Þórhallur Gunnarsson. „Við viljum gefa þjóðinni tækifæri til að segja hvaða lagahöfunda hún vill fá," segir Þórhallur Gunnarsson. Landsmönnum gefst í fyrsta skipti kostur á því að tilnefna þann tónlistarmann sem þeir vilja sjá í Söngvakeppni Sjónvarpsins en Þórhallur fer fyrir nefnd sem er að endurskoða hana. Fyrirkomulagið á keppninni í ár verður breytt. Ekki verður kosið á milli laganna í undankeppnum eins og undanfarin ár heldur fara þau beint í einn stóran úrslitaþátt. Þau verða hins vegar frumflutt í sérstökum undanþáttum. RÚV er þegar byrjað að auglýsa eftir lögum en þau verða að hafa borist á geisladiski þann 10. október. Rás 2 stendur síðan fyrir áðurnefndri könnun og í kjölfarið mun RÚV fara þess á leit við viðkomandi aðila að þeir semji lag. Þórhallur vonast til að listamenn taki vel í þá bón. „Það hlýtur að vera eftirsóknarvert að semja lag sem er spilað á laugardagskvöldi fyrir alla þjóðina í beinni útsendingu." Ekki er þó komið á hreint hversu mörg lög RÚV hyggst fá eftir þessari leið. Og Þórhallur bendir á að lögin sem hafi verið samin fyrir Söngvakeppnina undanfarin ár hafi mörg hver öðlast sjálfstætt líf þrátt fyrir að hafa ekkert endilega sigrað sjálfa keppnina. Enda eigi það að vera aukaatriði, aðalatriðið sé að fá sem flest og best íslensk lög úr ólíkum áttum. „Menn eiga að sjá hana sem tækifæri fyrir sig til að koma lögum sínum á framfæri." - fgg Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þórhallur Gunnarsson. „Við viljum gefa þjóðinni tækifæri til að segja hvaða lagahöfunda hún vill fá," segir Þórhallur Gunnarsson. Landsmönnum gefst í fyrsta skipti kostur á því að tilnefna þann tónlistarmann sem þeir vilja sjá í Söngvakeppni Sjónvarpsins en Þórhallur fer fyrir nefnd sem er að endurskoða hana. Fyrirkomulagið á keppninni í ár verður breytt. Ekki verður kosið á milli laganna í undankeppnum eins og undanfarin ár heldur fara þau beint í einn stóran úrslitaþátt. Þau verða hins vegar frumflutt í sérstökum undanþáttum. RÚV er þegar byrjað að auglýsa eftir lögum en þau verða að hafa borist á geisladiski þann 10. október. Rás 2 stendur síðan fyrir áðurnefndri könnun og í kjölfarið mun RÚV fara þess á leit við viðkomandi aðila að þeir semji lag. Þórhallur vonast til að listamenn taki vel í þá bón. „Það hlýtur að vera eftirsóknarvert að semja lag sem er spilað á laugardagskvöldi fyrir alla þjóðina í beinni útsendingu." Ekki er þó komið á hreint hversu mörg lög RÚV hyggst fá eftir þessari leið. Og Þórhallur bendir á að lögin sem hafi verið samin fyrir Söngvakeppnina undanfarin ár hafi mörg hver öðlast sjálfstætt líf þrátt fyrir að hafa ekkert endilega sigrað sjálfa keppnina. Enda eigi það að vera aukaatriði, aðalatriðið sé að fá sem flest og best íslensk lög úr ólíkum áttum. „Menn eiga að sjá hana sem tækifæri fyrir sig til að koma lögum sínum á framfæri." - fgg
Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira