Lífið

Týnda kynslóðin fundin

Það er frekar eldra fólkið sem horfir á Týndu kynslóðina með þeim Birni Braga og Þórunni Antoníu. Fréttablaðið/GVA
Það er frekar eldra fólkið sem horfir á Týndu kynslóðina með þeim Birni Braga og Þórunni Antoníu. Fréttablaðið/GVA
„Þetta er þá bara þáttur sem stendur undir nafni, týnda kynslóðin er þá bara fundin,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla.

Skemmtiþátturinn Týnda kynslóðin, sem þau Björn Bragi Arnarsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir stýra, tók við af Sveppa og Audda á föstudagskvöldum í vetur á Stöð 2. Mikið hefur verið lagt í þáttinn en áhorfið hefur ekki náð þeim hæðum sem búast mátti við. Samkvæmt síðustu fjölmiðlakönnun Capacent Gallup mældist þátturinn með 9,3 prósent áhorf í aldurshópnum 12-80 ára en náði ekki inn á lista hjá aldurshópnum 12-49 ára.

Það eru því frekar eldra fólkið sem horfa á unga fólkið. „Það er auðvitað bara þannig að áhorfendur eru að skila sér úr fellihýsunum þannig að það er alltof snemmt að dæma áhorfið,“ segir Pálmi sem hefur mikla trú á þættinum. „Eftir tvær vikur verðum við komin með betri mynd á þetta,“ segir Pálmi. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.