Lífið

Orðið þreyta ekki til í orðaforðanum

Kameron Bink danskennari er ein af stjörnunum úr So You Think You Can Dance 2007.
Kameron Bink danskennari er ein af stjörnunum úr So You Think You Can Dance 2007. Fréttablaðið/Vilhelm
„Það var reyndar tilviljun að ég skyldi koma hingað í júní. Samstarfsmaður minn sem ætlaði að koma hætti við og ég hljóp í skarðið. Það gekk ótrúlega vel og fólk virtist njóta tímanna hjá mér og ég naut þess að kenna íslensku krökkunum. En þetta var bara ein helgi og mig langaði til að upplifa Ísland almennilega þannig að þegar Nanna hringdi og bauð mér að koma aftur kom ekki annað til greina en að slá til," segir Kameron Bink, danskennari, einn af stjörnunum úr So You Think You Can Dance 2007, sem kennir hjá Dance Center Reykjavík nú á haustmánuðum.

Kameron hefur verið önnum kafinn við að kenna dans síðan hann tók þátt í dansþættinum vinsæla og ferðast um allan heim í því augnamiði. „Ég flutti til New York strax eftir þættina og hef búið þar síðan og æft dans. Þættirnir gerðu mig það þekktan að ég hef verið eftirsóttur sem kennari allar götur síðan. Kennt mikið í Ástralíu, Suður-Afríku, Skotlandi og fleiri stöðum sem ég hefði aldrei komið til annars."

Er þessi stöðugi flækingur ekki þreytandi?

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá tekur þetta dálítið á. Ég var 21 árs þegar ég tók þátt í SYTYCD og þá hafði maður endalausa orku. Nú er ég 25 ára og er farinn að finna fyrir því að þetta tekur sinn toll. En þetta er það sem ég vil gera og ég nýt þess í botn, þannig að ég er búinn að eyða orðinu þreyta úr mínum orðaforða," segir Kameron hlæjandi.

fridrikab@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.