Lífið

Drakk bjór og þyngdi sig

Hugh Jackman hafði ekkert á móti því að þyngja sig fyrir hlutverk sitt í myndinni Real Steel. Leikarinn fer með hlutverk fyrrverandi hnefaleikamanns í myndinni.

Um framtíðarmynd er að ræða sem fjallar um vélmenni sem eigast við í boxhringnum í stað manna. Jackman þurfti ekki að vera í jafngóðu formi og vanalega fyrir hlutverkið og líkaði það vel. „Það var fínt að geta fengið sér bjór af og til," sagði hinn 43 ára Jackman. Myndin verður frumsýnd vestanhafs 7. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.