Tónlist

Gylfi Ægis heldur upp á 65 ára afmælið

Gylfi heldur upp á afmælið sitt með tónleikum í Salnum.
Gylfi heldur upp á afmælið sitt með tónleikum í Salnum.
Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson heldur upp á 65 ára afmælið sitt með því að flytja bestu lögin sín í bland við gamanmál í Salnum í Kópavogi 12. nóvember.

„Ég verð einn með grín og gaman eins og ég er með í afmælum og hefur þótt mjög vinsælt," segir Gylfi. „Ég hef verið að skemmta mjög mikið í afmælum, fyrir utan það sem ég er að gera með GRM," segir hann og á þar við hljómsveitina sem er skipuð honum, Rúnari Þór og Megasi. Önnur plata þeirra kemur út fyrir jól og eru þeir þegar búnir að syngja lögin í hljóðveri.

Miðasala á afmælistónleikana hefur gengið vel og með sama áframhaldi verður uppselt um næstu mánaðamót. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×