Lífið

Sykur með glænýtt lag

Elektrópoppsveitin Sykur hefur sent frá sér lagið Shed Those Tears.
Elektrópoppsveitin Sykur hefur sent frá sér lagið Shed Those Tears. Fréttablaðið/GVA
Elektrópoppsveitin Sykur hefur sent frá sér nýtt lag í stafrænu formi sem nefnist Shed Those Tears. Þetta er einnig fyrsta smáskífulag sveitarinnar sem kemur út í Bretlandi.

Hægt er að hlusta á lagið hér á síðunni Soundcloud.

Lagið fékk góða dóma í breska blaðinu The Guardian á dögunum þar sem hljóðgervlarnir, taktarnir og raddirnar þóttu blandast einkar vel saman. Lagið verður að finna á næstu plötu Sykurs sem er væntanleg síðar á árinu á vegum Record Records.

Fram undan eru tónleikar á Hoxton Bar and Kitchen í London 29. september á hinni norrænu Ja Ja Ja-uppákomu og á Airwaves-hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.