Tugir stórfyrirtækja hafa flúið krónuna 15. september 2011 05:00 Upplýsti á þingi að 37 af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gerðu reikninga sína upp í erlendri mynt.fréttablaðið/stefán Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna. Af þessum fyrirtækjum eru ellefu sjávarútvegsfyrirtæki, sem samanlagt eiga um 42 prósent af aflamarki. Magnús Orri segir það umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtækin njóti kostanna við uppgjör í erlendri mynt berjist samtök þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna, með kjafti og klóm gegn því að almenningur fái notið sömu kjara. „Útgerðarmennirnir gera upp í evrum og njóta þannig lægri vaxta og minni sveiflna en standa svo í baráttunni gegn því að starfsmenn þeirra, fiskvinnslufólk og sjómenn, fái sömu kjör.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ljóst væri að evran væri komin inn bakdyramegin sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar. „Það er ljóst að stór og vel rekin fyrirtæki telja hagsmunum sínum betur borgið við það að gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Það þarf að skoða, það er nokkuð ljóst.“ Ragnheiður sagði það einnig umhugsunarefni hvernig gjaldeyrishöftin kæmu við fyrirtækin. Þau gætu leitt til þess að fyrirtæki með hátt hlutfall tekna í erlendri mynt færði höfuðstöðvar sínar úr landi. Magnús Orri tekur undir þessar áhyggjur og segir það að fyrirtækin flýi krónuna auka líkur á því að þau flytji höfuðstöðvar sínar út. „Stóru verðmætu fyrirtækin okkar eiga þess kost að fara út úr krónunni og það hafa mörg þeirra gert. Almenningur hefur ekki sama valkost og situr eftir með háa vexti og óvissu í rekstri heimila.“kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna. Af þessum fyrirtækjum eru ellefu sjávarútvegsfyrirtæki, sem samanlagt eiga um 42 prósent af aflamarki. Magnús Orri segir það umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtækin njóti kostanna við uppgjör í erlendri mynt berjist samtök þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna, með kjafti og klóm gegn því að almenningur fái notið sömu kjara. „Útgerðarmennirnir gera upp í evrum og njóta þannig lægri vaxta og minni sveiflna en standa svo í baráttunni gegn því að starfsmenn þeirra, fiskvinnslufólk og sjómenn, fái sömu kjör.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ljóst væri að evran væri komin inn bakdyramegin sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar. „Það er ljóst að stór og vel rekin fyrirtæki telja hagsmunum sínum betur borgið við það að gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Það þarf að skoða, það er nokkuð ljóst.“ Ragnheiður sagði það einnig umhugsunarefni hvernig gjaldeyrishöftin kæmu við fyrirtækin. Þau gætu leitt til þess að fyrirtæki með hátt hlutfall tekna í erlendri mynt færði höfuðstöðvar sínar úr landi. Magnús Orri tekur undir þessar áhyggjur og segir það að fyrirtækin flýi krónuna auka líkur á því að þau flytji höfuðstöðvar sínar út. „Stóru verðmætu fyrirtækin okkar eiga þess kost að fara út úr krónunni og það hafa mörg þeirra gert. Almenningur hefur ekki sama valkost og situr eftir með háa vexti og óvissu í rekstri heimila.“kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira