Innlent

21% ráðstöfunartekna í húsnæði

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson
Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum á Íslandi var 21 prósent árið 2010. Árið 2009 var það 20,7 prósent og var það þá næstlægst á Norðurlöndunum. Aðeins á Finnlandi var það lægra. Þetta er samkvæmt tölum frá alþjóðlegri könnun Eurostat.

Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Þar kemur fram að árið 2004 var hlutfallið 21,3 prósent og 2006 var það 24,4 prósent. Húsnæðiskostnaður er því lægra hlutfall ráðstöfunartekna árið 2010 en árið 2004.

Alþingismenn ræddu afskriftir banka og fjármálastofnana á skuldum heimilanna í utandagskrárumræðu í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi. Hann vísaði í fregnir af miklum hagnaði bankanna og spurði Guðbjart Hannesson velferðarráðherra hvort ekki hefði verið nær að nýta svigrúmið og færa niður skuldir til almennings.

Guðbjartur sagði að gripið hefði verið til ýmissa aðgerða en vissulega mætti gera betur. Nú væri lag að hreinsa eins mikið til í skuldum almennings og hægt væri en ekki láta þær íþyngja um of.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×