Innlent

Nýir björgunarbátar keyptir

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og meðlimur í hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust, tók þátt í athöfninni í gær.fréttablaðið/valli
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og meðlimur í hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust, tók þátt í athöfninni í gær.fréttablaðið/valli
Slysavarnaskóli sjómanna tók í gær í notkun þrjá nýja björgunarbáta. Þar af er einn lokaður lífbátur af nýjustu gerð. Bátarnir voru keyptir frá Færeyjum og verða notaðir við kennslu. Athöfnin fór fram við Austurbakka Reykjavíkurhafnar.

Lífbáturinn var nefndur Fossinn og hinir Roðlaus og Beinlaus. Voru það Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, og meðlimir hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust sem formlega tóku bátana í notkun. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að báðir þessir aðilar hafi styrkt starfsemi Slysavarnaskólans veglega.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×