Innlent

Fossinn Hverfandi lifnar við

Hálslón, miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar, fylltist á þriðjudag og mun vatn úr lóninu renna á yfirfalli í farveg Jökulsár á Dal. Búast má við auknu rennsli í ánni vegna þessa.

Þegar yfirfallið rennur úr lóninu myndast fossinn Hverfandi, sem er tilkomumikill, en hann hverfur þegar yfirborð lónsins tekur að lækka á ný.

Lónið fylltist fremur seint þetta árið, enda vorið óvenju kalt. Í fyrra fylltist lónið 28. júlí, sem þykir óvenju snemmt. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×