Ríkið misskilur sig 16. september 2011 06:00 Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings. Er hægt að bera persónu saman við ríkið? Við viljum helst að ríkisvaldið, Alþingi, embættismannakerfið og ráðuneytin séu samkvæm sjálfum sér og hvert öðru í orði og gerðum. Helst eiga þau ekki að vinna gegn yfirlýstum markmiðum sínum. En ríkið misskilur sjálft sig. Ríkið misskilur hjólreiðar Á sviði grænna og heilbrigðra samgangna er töluvert um að yfirvöld misskilji sig sjálf. Bæði ríki og sveitarfélög koma með flottar yfirlýsingar um auknar hjólreiðar og almenningssamgöngur, en nefna reyndar furðu sjaldan göngu sem samgöngumáta þó nærri 100% landsmanna gangi daglega styttri eða lengri leiðir. En hér skal sjónum samt beint að hjólreiðum. Á sviði hjólreiða misskilur ríkið sig og sama gildir um sveitarfélögin. Rétt eins og með einstaklinga má leiða líkum að því að skortur á vitneskju um eigin eiginleika, og ágæti eigin aðgerða, sé hluti af skýringunni. Þegar misskilningurinn á eðli hjólreiða er á nokkrum sviðum, eykst ósamræmið. Hjólreiðar eru samgöngumáti sem er í miklum vexti víða um heim. New York, Sevilla, London, Dublin og stórborgir í Kína gera til dæmis mikið fyrir hjólreiðar þessa dagana. Íslensk yfirvöld virðast ekki hafa fylgst með þessari þróun. Fjálglega er talað um grænar samgöngur, að draga úr innflutningi á orkugjöfum, að bæta lýðheilsu, bæta borgarbraginn, vinna gegn umferðarteppum, mengun, umferðarslysum, draga úr sóun, hagræða í útgjöldum hins opinbera, fyrirtækja og heimila. Auknar hjólreiðar eru hluti af lausninni en yfirvöld virðast nánast ekki fatta tenginguna. Yfirvöld draga lappirnar eða eru lygilega svifasein varðandi alvöru átak í að auka hjólreiðar. Yfirvöld virðast ekki trúa rökum og ábendingum um lausnir eða loka eyrunum fyrir þeim og sía út það sem snýr að mögulegum breytingum á ferðamáta. Sveitarfélög, ráðuneyti og embættismenn eru jafnvel að setja og leggja til reglur sem draga úr aðgengi til hjólreiða. Þau misskilja sjálf sig og eigin stefnu og auka misrétti milli hjólreiða og annars samgöngumáta í stað þess að auka jafnræði. Í stað þess að fagna auknum hjólreiðum og styðja við þær með betri aðbúnaði eru Vegagerðin og sveitarfélögin enn að sniglast áfram með að nota fyrstu ríkisfjárveitingarnar til uppbyggingar fyrir hjólreiðar sem löggjafinn veitti loks fyrir um fjórum árum. Innlendar og erlendar opinberar skýrslur sýna að fjárfestingar í hjólreiðum skili sér margfalt til baka og skili hagnaði nokkuð hratt, ólíkt orkuskiptum í samgöngum þar sem mörg óvissuatriði eru til staðar. Samt er eins og trúin á hjólreiðar sé ekki næg til að réttlæta einu sinni jafnræði til handa notendum reiðhjóla. Menn stefna að því að niðurgreiða „grænni“ bíla, veita áfram skattfrjálsa ökutækjastyrki og niðurgreiða bílastæði, en vilja á sama tíma ekki undanskilja reiðhjól, reiðhjólaviðgerðir eða samgöngustyrki, sem hvetja fólk til að nota annan fararmáta en einkabílinn, frá neinum sköttum. Ekki er heldur hvatt til aukinna hjólreiða í gegnum skattakerfið eins og tíðkast t.d. í Bretlandi. Opnar hjólaráðstefna samskiptin upp á gátt? Að sjálfsögðu eru líka mörg jákvæð teikn í loftinu, og nokkur skref stigin í rétta átt, líka hjá hinu opinbera. Í ár markast upphaf Samgönguviku 16. september af heilsdags ráðstefnu um samgönguhjólreiðar. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Innanríkisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa boðað komu sína í pontu ásamt fleira góðu fólki. Ráðstefnan er frekar hógvær í sniðum en samt meðal þeirra metnaðarfyllstu um hjólreiðar á Íslandi hingað til. Þrír erlendir fyrirlesarar mæta, þar af tveir sem eru tengdir hjólasendiráðum Hollands og Danmerkur. Föstudaginn 16. september gefst tækifæri til að hefja vegferð til hugarfars þar sem hjólreiðar eru metnar að verðleikum sem mjög svo raunhæfur og hagkvæmur hluti af lausninni við mörgum af helstu vandamálunum sem samfélagið glímir við í dag. Lausn sem um leið veitir gleði og skapar nánd og manneskjulegra samfélag. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; LHM.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings. Er hægt að bera persónu saman við ríkið? Við viljum helst að ríkisvaldið, Alþingi, embættismannakerfið og ráðuneytin séu samkvæm sjálfum sér og hvert öðru í orði og gerðum. Helst eiga þau ekki að vinna gegn yfirlýstum markmiðum sínum. En ríkið misskilur sjálft sig. Ríkið misskilur hjólreiðar Á sviði grænna og heilbrigðra samgangna er töluvert um að yfirvöld misskilji sig sjálf. Bæði ríki og sveitarfélög koma með flottar yfirlýsingar um auknar hjólreiðar og almenningssamgöngur, en nefna reyndar furðu sjaldan göngu sem samgöngumáta þó nærri 100% landsmanna gangi daglega styttri eða lengri leiðir. En hér skal sjónum samt beint að hjólreiðum. Á sviði hjólreiða misskilur ríkið sig og sama gildir um sveitarfélögin. Rétt eins og með einstaklinga má leiða líkum að því að skortur á vitneskju um eigin eiginleika, og ágæti eigin aðgerða, sé hluti af skýringunni. Þegar misskilningurinn á eðli hjólreiða er á nokkrum sviðum, eykst ósamræmið. Hjólreiðar eru samgöngumáti sem er í miklum vexti víða um heim. New York, Sevilla, London, Dublin og stórborgir í Kína gera til dæmis mikið fyrir hjólreiðar þessa dagana. Íslensk yfirvöld virðast ekki hafa fylgst með þessari þróun. Fjálglega er talað um grænar samgöngur, að draga úr innflutningi á orkugjöfum, að bæta lýðheilsu, bæta borgarbraginn, vinna gegn umferðarteppum, mengun, umferðarslysum, draga úr sóun, hagræða í útgjöldum hins opinbera, fyrirtækja og heimila. Auknar hjólreiðar eru hluti af lausninni en yfirvöld virðast nánast ekki fatta tenginguna. Yfirvöld draga lappirnar eða eru lygilega svifasein varðandi alvöru átak í að auka hjólreiðar. Yfirvöld virðast ekki trúa rökum og ábendingum um lausnir eða loka eyrunum fyrir þeim og sía út það sem snýr að mögulegum breytingum á ferðamáta. Sveitarfélög, ráðuneyti og embættismenn eru jafnvel að setja og leggja til reglur sem draga úr aðgengi til hjólreiða. Þau misskilja sjálf sig og eigin stefnu og auka misrétti milli hjólreiða og annars samgöngumáta í stað þess að auka jafnræði. Í stað þess að fagna auknum hjólreiðum og styðja við þær með betri aðbúnaði eru Vegagerðin og sveitarfélögin enn að sniglast áfram með að nota fyrstu ríkisfjárveitingarnar til uppbyggingar fyrir hjólreiðar sem löggjafinn veitti loks fyrir um fjórum árum. Innlendar og erlendar opinberar skýrslur sýna að fjárfestingar í hjólreiðum skili sér margfalt til baka og skili hagnaði nokkuð hratt, ólíkt orkuskiptum í samgöngum þar sem mörg óvissuatriði eru til staðar. Samt er eins og trúin á hjólreiðar sé ekki næg til að réttlæta einu sinni jafnræði til handa notendum reiðhjóla. Menn stefna að því að niðurgreiða „grænni“ bíla, veita áfram skattfrjálsa ökutækjastyrki og niðurgreiða bílastæði, en vilja á sama tíma ekki undanskilja reiðhjól, reiðhjólaviðgerðir eða samgöngustyrki, sem hvetja fólk til að nota annan fararmáta en einkabílinn, frá neinum sköttum. Ekki er heldur hvatt til aukinna hjólreiða í gegnum skattakerfið eins og tíðkast t.d. í Bretlandi. Opnar hjólaráðstefna samskiptin upp á gátt? Að sjálfsögðu eru líka mörg jákvæð teikn í loftinu, og nokkur skref stigin í rétta átt, líka hjá hinu opinbera. Í ár markast upphaf Samgönguviku 16. september af heilsdags ráðstefnu um samgönguhjólreiðar. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Innanríkisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa boðað komu sína í pontu ásamt fleira góðu fólki. Ráðstefnan er frekar hógvær í sniðum en samt meðal þeirra metnaðarfyllstu um hjólreiðar á Íslandi hingað til. Þrír erlendir fyrirlesarar mæta, þar af tveir sem eru tengdir hjólasendiráðum Hollands og Danmerkur. Föstudaginn 16. september gefst tækifæri til að hefja vegferð til hugarfars þar sem hjólreiðar eru metnar að verðleikum sem mjög svo raunhæfur og hagkvæmur hluti af lausninni við mörgum af helstu vandamálunum sem samfélagið glímir við í dag. Lausn sem um leið veitir gleði og skapar nánd og manneskjulegra samfélag. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; LHM.is
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar