Eftirsótt erlend fjárfesting Aðalsteinn Leifsson skrifar 19. september 2011 10:15 Ríki um allan heim keppast við að laða til sín erlenda fjárfestingu með markvissum hætti, þar sem ríkur skilningur er á því að slík fjárfesting bætir lífskjör. Þörfin fyrir samstarf við erlenda aðila er sérstaklega mikil í smáum hagkerfum, eins og á Íslandi þar sem atvinnulíf er fremur einhæft og vægi utanríkisviðskipta mikið. Ástæðan er sú að erlend fjárfesting skapar ekki einungis störf heldur getur hún einnig aukið fjölbreytni í atvinnulífi og utanríkisverslun, bætt markaðsaðgang, ýtt undir samkeppni og fært nýja þekkingu inn í atvinnulífið. Erlend fjárfesting hefur líklega aldrei verið mikilvægari fyrir Ísland en einmitt nú eftir efnahagshrun þegar fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og þörf er á að auka fjölbreytni í atvinnulífi og draga úr ófyrirsjáanlegum sveiflum í verðmæti útflutnings. Nýsköpunargildi fjárfestingarErlendri fjárfestingu er skipt í tvo flokka. Annars vegar er fjárfesting, yfirtaka eða samruni þar sem erlendur fjárfestir kemur inn í eigendahóp íslensks fyrirtækis án þess að breytingar verði á rekstri þess. Hins vegar er stofnun eða uppbygging nýs fyrirtækis frá grunni, stækkun á starfandi fyrirtæki eða samruni við erlent fyrirtæki þar sem til verður aukin framleiðsla, ný þekking, ný aðstaða, ný störf og ný verðmæti til lengri tíma. Fyrri tegundin er jákvæð þar sem hún felur í sér færslu fjármuna til landsins. Seinni tegundin er þó mun eftirsóknarverðari þar sem hún felur í sér nýsköpun, ný atvinnutækifæri og verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Önnur aðgreining á erlendri fjárfestingu er á milli takmarkaðra fjárfestinga t.a.m. í hlutabréfum annars vegar og hins vegar svokallaðrar beinnar erlendrar fjárfestingar þegar erlendur aðili á a.m.k. 10% í innlendu félagi og hefur því verulega hagsmuni af rekstri fyrirtækisins. ForgangsröðunRíki sækjast eftir erlendri fjárfestingu á mismunandi sviðum, eftir styrkleikum og forgangsröðun. Ísland getur ekki – og vill ekki – keppa við önnur ríki í verði á vinnuafli eða með afslætti af umhverfisvernd. Í atvinnu-, orku- og menntamálum hefur verið ágætur samhljómur um að leggja sérstaka áherslu á hreina orku, óspillta náttúru og störf sem krefjast sérþekkingar. Þessar áherslur falla að þeirri ímynd sem Ísland hefur leitast við að byggja upp sem ferðamannaland, matvælaframleiðandi og þekkingarsamfélag. Þess vegna kann að vera eðlilegt að Ísland sækist eftir beinni erlendri fjárfestingu sem fellur að þessari stefnumótun og e.t.v. sérstaklega á svæðum þar sem atvinnulífið er mjög einhæft og skortur á atvinnutækifærum, eins og víða á landsbyggðinni. Dæmi um umhverfisvænar fjárfestingar sem hafa mikið nýsköpunargildi og jákvæð samfélagsleg áhrif má m.a. finna í ferðamennsku, rekstri gagnavera, vatnsútflutningi, fiskeldi og ýmiss konar orkuháðum iðnaði. Ísland áhættusamtBein erlend fjárfesting er lítil á Íslandi í samanburði við önnur lönd og nær eingöngu bundin við áliðnað. Ein af ástæðunum er sú skynjun að það sé áhættusamt að fjárfesta á Íslandi. Þetta kemur t.a.m. fram í nýlegri mælingu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) á hömlum á beinni erlendri fjárfestingu (FDI Restrictiveness Index). Hvergi í OECD eru viðlíkar hindranir í vegi beinnar erlendrar fjárfestingar eins og á Íslandi að mati stofnunarinnar og raunar setur hún Ísland skör lægra en t.d. Tyrkland, Sádi-Arabíu og Rússland. Ástæður þessa mats eru ekki einungis sögulegur óstöðugleiki gengis og núverandi gjaldeyrishöft heldur einnig ýmiss konar tæknilegar og lagalegar hindranir og sú skynjun að ekki liggi fyrir skýr viðmið og reglur fyrir ákvarðanatöku stjórnvalda í málum sem tengjast erlendri fjárfestingu. Nýlegt áhættumat tryggingarfyrirtækisins Aon styður þetta en Ísland er í neðsta sæti vestrænna ríkja í mati fyrirtækisins. Flest ríki takmarka einnig erlenda fjárfestingu með sérlögum eins við Íslendingar gerum í sjávarútvegi og orkugeiranum. Strangar reglur um umhverfisvernd eða skatta þurfa ekki heldur að fæla frá. Erlendir fjárfestar óttast öðru fremur geðþóttaákvarðanir stjórnvalda og ófyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi. Áform Huang NuboAf þeim upplýsingum sem fram koma í fjölmiðlum má ætla að áform Huangs Nubo feli í sér stofnun nýs fyrirtækis sem skapar ný störf og gjaldeyristekjur. Virði fjárfestingarinnar felst ekki aðeins í landakaupum og áformuðum byggingarframkvæmdum heldur einnig í þekkingu og aðstöðu á nýjum markaðssvæðum fyrir ferðamenn og fellur því í flokk nýsköpunarfjárfestingar. Fjárfestingin er í atvinnugrein sem fellur vel að ímynd Íslands og sem stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að byggja upp. Ennfremur er hún á svæði þar sem atvinnutækifæri eru takmörkuð. Af fréttum má auk þess ráða að Nubo hyggist fjárfesta til lengri tíma og standa að fullu að fjárfestingunni, sem þýðir að um er að ræða beina erlenda fjárfestingu. Nubo mun ekki geta fært fjárfestingu í landi og byggingum frá Íslandi og áhættan af verkefninu liggur að stórum hluta hjá honum. Áhætta Íslands virðist takmarkast við þær framkvæmdir sem kann að þurfa til að þjónusta fyrirtækið. Ef Huang Nubo verður neitað um heimild til að fjárfesta á Íslandi er nauðsynlegt að rökstyðja þá ákvörðun með hlutlægum og málefnalegum rökum. Að öðrum kosti mun orðspor Íslands tengt beinni erlendri fjárfestingu bera enn frekari hnekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Sjá meira
Ríki um allan heim keppast við að laða til sín erlenda fjárfestingu með markvissum hætti, þar sem ríkur skilningur er á því að slík fjárfesting bætir lífskjör. Þörfin fyrir samstarf við erlenda aðila er sérstaklega mikil í smáum hagkerfum, eins og á Íslandi þar sem atvinnulíf er fremur einhæft og vægi utanríkisviðskipta mikið. Ástæðan er sú að erlend fjárfesting skapar ekki einungis störf heldur getur hún einnig aukið fjölbreytni í atvinnulífi og utanríkisverslun, bætt markaðsaðgang, ýtt undir samkeppni og fært nýja þekkingu inn í atvinnulífið. Erlend fjárfesting hefur líklega aldrei verið mikilvægari fyrir Ísland en einmitt nú eftir efnahagshrun þegar fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og þörf er á að auka fjölbreytni í atvinnulífi og draga úr ófyrirsjáanlegum sveiflum í verðmæti útflutnings. Nýsköpunargildi fjárfestingarErlendri fjárfestingu er skipt í tvo flokka. Annars vegar er fjárfesting, yfirtaka eða samruni þar sem erlendur fjárfestir kemur inn í eigendahóp íslensks fyrirtækis án þess að breytingar verði á rekstri þess. Hins vegar er stofnun eða uppbygging nýs fyrirtækis frá grunni, stækkun á starfandi fyrirtæki eða samruni við erlent fyrirtæki þar sem til verður aukin framleiðsla, ný þekking, ný aðstaða, ný störf og ný verðmæti til lengri tíma. Fyrri tegundin er jákvæð þar sem hún felur í sér færslu fjármuna til landsins. Seinni tegundin er þó mun eftirsóknarverðari þar sem hún felur í sér nýsköpun, ný atvinnutækifæri og verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Önnur aðgreining á erlendri fjárfestingu er á milli takmarkaðra fjárfestinga t.a.m. í hlutabréfum annars vegar og hins vegar svokallaðrar beinnar erlendrar fjárfestingar þegar erlendur aðili á a.m.k. 10% í innlendu félagi og hefur því verulega hagsmuni af rekstri fyrirtækisins. ForgangsröðunRíki sækjast eftir erlendri fjárfestingu á mismunandi sviðum, eftir styrkleikum og forgangsröðun. Ísland getur ekki – og vill ekki – keppa við önnur ríki í verði á vinnuafli eða með afslætti af umhverfisvernd. Í atvinnu-, orku- og menntamálum hefur verið ágætur samhljómur um að leggja sérstaka áherslu á hreina orku, óspillta náttúru og störf sem krefjast sérþekkingar. Þessar áherslur falla að þeirri ímynd sem Ísland hefur leitast við að byggja upp sem ferðamannaland, matvælaframleiðandi og þekkingarsamfélag. Þess vegna kann að vera eðlilegt að Ísland sækist eftir beinni erlendri fjárfestingu sem fellur að þessari stefnumótun og e.t.v. sérstaklega á svæðum þar sem atvinnulífið er mjög einhæft og skortur á atvinnutækifærum, eins og víða á landsbyggðinni. Dæmi um umhverfisvænar fjárfestingar sem hafa mikið nýsköpunargildi og jákvæð samfélagsleg áhrif má m.a. finna í ferðamennsku, rekstri gagnavera, vatnsútflutningi, fiskeldi og ýmiss konar orkuháðum iðnaði. Ísland áhættusamtBein erlend fjárfesting er lítil á Íslandi í samanburði við önnur lönd og nær eingöngu bundin við áliðnað. Ein af ástæðunum er sú skynjun að það sé áhættusamt að fjárfesta á Íslandi. Þetta kemur t.a.m. fram í nýlegri mælingu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) á hömlum á beinni erlendri fjárfestingu (FDI Restrictiveness Index). Hvergi í OECD eru viðlíkar hindranir í vegi beinnar erlendrar fjárfestingar eins og á Íslandi að mati stofnunarinnar og raunar setur hún Ísland skör lægra en t.d. Tyrkland, Sádi-Arabíu og Rússland. Ástæður þessa mats eru ekki einungis sögulegur óstöðugleiki gengis og núverandi gjaldeyrishöft heldur einnig ýmiss konar tæknilegar og lagalegar hindranir og sú skynjun að ekki liggi fyrir skýr viðmið og reglur fyrir ákvarðanatöku stjórnvalda í málum sem tengjast erlendri fjárfestingu. Nýlegt áhættumat tryggingarfyrirtækisins Aon styður þetta en Ísland er í neðsta sæti vestrænna ríkja í mati fyrirtækisins. Flest ríki takmarka einnig erlenda fjárfestingu með sérlögum eins við Íslendingar gerum í sjávarútvegi og orkugeiranum. Strangar reglur um umhverfisvernd eða skatta þurfa ekki heldur að fæla frá. Erlendir fjárfestar óttast öðru fremur geðþóttaákvarðanir stjórnvalda og ófyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi. Áform Huang NuboAf þeim upplýsingum sem fram koma í fjölmiðlum má ætla að áform Huangs Nubo feli í sér stofnun nýs fyrirtækis sem skapar ný störf og gjaldeyristekjur. Virði fjárfestingarinnar felst ekki aðeins í landakaupum og áformuðum byggingarframkvæmdum heldur einnig í þekkingu og aðstöðu á nýjum markaðssvæðum fyrir ferðamenn og fellur því í flokk nýsköpunarfjárfestingar. Fjárfestingin er í atvinnugrein sem fellur vel að ímynd Íslands og sem stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að byggja upp. Ennfremur er hún á svæði þar sem atvinnutækifæri eru takmörkuð. Af fréttum má auk þess ráða að Nubo hyggist fjárfesta til lengri tíma og standa að fullu að fjárfestingunni, sem þýðir að um er að ræða beina erlenda fjárfestingu. Nubo mun ekki geta fært fjárfestingu í landi og byggingum frá Íslandi og áhættan af verkefninu liggur að stórum hluta hjá honum. Áhætta Íslands virðist takmarkast við þær framkvæmdir sem kann að þurfa til að þjónusta fyrirtækið. Ef Huang Nubo verður neitað um heimild til að fjárfesta á Íslandi er nauðsynlegt að rökstyðja þá ákvörðun með hlutlægum og málefnalegum rökum. Að öðrum kosti mun orðspor Íslands tengt beinni erlendri fjárfestingu bera enn frekari hnekki.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar