Með mann til að sjá um vaxandi viðskiptaumsvif 20. september 2011 12:30 „Núna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum og það gengur mun betur en við bjuggumst við í upphafi." segir Halldór Helgason snjóbrettakappi, sem var staddur í Sviss þegar Fréttablaðið náði í hann. Halldór og Eiki bróðir hans eru á meðal þekktustu snjóbrettakappa heims um þessar mundir. Undanfarin misseri hafa þeir prófað sig áfram í viðskiptahlið íþróttarinnar og stofnað fyrirtækin Lobster, um hönnun og framleiðslu á snjóbrettum, 7 9 13, um hönnun á beltum ásamt því að koma að fyrirtækinu Hoppípolla, sem framleiðir húfur. Þá er Halldór með samning við Nike-íþróttavörurisann og kemur fram í nýju kynningarmyndbandi á vegum fyrirtækisins, sem var tekið upp í Noregi. Halldór er ánægður með samstarfið við Nike og segir að þar á bæ taki menn hlutina ekki of alvarlega, þrátt fyrir stærð fyrirtækisins. „Þeir leyfa mér að gera það sem ég vil, þannig að það er algjör snilld," segir hann. „Ég fæ dót frá þeim, geng í því og fæ að vera eins mikið á snjóbretti og ég get." Halldór og Eiki ferðast um heiminn á veturna og taka upp snjóbrettamyndbönd, ásamt því að taka þátt í keppnum. Þeir eru atvinnumenn í íþróttinni en stofnuðu Lobster fyrr á þessu ári og hafa nú ráðið Svíann Kristoffer Hansson til að sjá um viðskiptahlið íþróttarinnar fyrir sig. „Við viljum báðir hugsa um að vera á snjóbrettum eins mikið og við getum. Svo lærum við á viðskiptin hægt og rólega með," segir hann. „Kristoffer sér um að útvega betri samninga og svona. Það er mjög fínt því ég nenni ekki að hugsa um bisnessinn núna." Lobster-bretti Halldórs og Eika eru seld í verslunum í nítján löndum víða um heim og í gegnum netverslun fyrirtækisins. Halldór og Eiki hanna brettin sjálfir og hann segir viðskiptin ganga vel. „Snjóbrettabransinn er erfiður. Það er svo mikið í gangi. En Lobster gengur mjög vel, það er algjör snilld," segir Halldór. Fram undan hjá honum er keppni í Svíþjóð og þaðan heldur hann til Austurríkis að renna sér. Hægt er að fylgjast með ævintýrum og viðskiptum bræðranna á bloggi þeirra: Helgasons.com. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Núna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum og það gengur mun betur en við bjuggumst við í upphafi." segir Halldór Helgason snjóbrettakappi, sem var staddur í Sviss þegar Fréttablaðið náði í hann. Halldór og Eiki bróðir hans eru á meðal þekktustu snjóbrettakappa heims um þessar mundir. Undanfarin misseri hafa þeir prófað sig áfram í viðskiptahlið íþróttarinnar og stofnað fyrirtækin Lobster, um hönnun og framleiðslu á snjóbrettum, 7 9 13, um hönnun á beltum ásamt því að koma að fyrirtækinu Hoppípolla, sem framleiðir húfur. Þá er Halldór með samning við Nike-íþróttavörurisann og kemur fram í nýju kynningarmyndbandi á vegum fyrirtækisins, sem var tekið upp í Noregi. Halldór er ánægður með samstarfið við Nike og segir að þar á bæ taki menn hlutina ekki of alvarlega, þrátt fyrir stærð fyrirtækisins. „Þeir leyfa mér að gera það sem ég vil, þannig að það er algjör snilld," segir hann. „Ég fæ dót frá þeim, geng í því og fæ að vera eins mikið á snjóbretti og ég get." Halldór og Eiki ferðast um heiminn á veturna og taka upp snjóbrettamyndbönd, ásamt því að taka þátt í keppnum. Þeir eru atvinnumenn í íþróttinni en stofnuðu Lobster fyrr á þessu ári og hafa nú ráðið Svíann Kristoffer Hansson til að sjá um viðskiptahlið íþróttarinnar fyrir sig. „Við viljum báðir hugsa um að vera á snjóbrettum eins mikið og við getum. Svo lærum við á viðskiptin hægt og rólega með," segir hann. „Kristoffer sér um að útvega betri samninga og svona. Það er mjög fínt því ég nenni ekki að hugsa um bisnessinn núna." Lobster-bretti Halldórs og Eika eru seld í verslunum í nítján löndum víða um heim og í gegnum netverslun fyrirtækisins. Halldór og Eiki hanna brettin sjálfir og hann segir viðskiptin ganga vel. „Snjóbrettabransinn er erfiður. Það er svo mikið í gangi. En Lobster gengur mjög vel, það er algjör snilld," segir Halldór. Fram undan hjá honum er keppni í Svíþjóð og þaðan heldur hann til Austurríkis að renna sér. Hægt er að fylgjast með ævintýrum og viðskiptum bræðranna á bloggi þeirra: Helgasons.com. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira