Lífið

Flottustu kjólarnir á Emmy-hátíðinni

Leikkonan Sofia Vergara var flott að vanda í kjól eftir Veru Wang.
Leikkonan Sofia Vergara var flott að vanda í kjól eftir Veru Wang.
Uppskeruhátíð sjónvarpsiðnaðarins, Emmy-verðlaunahátíðin, fór fram með pompi og pragt á sunnudag. Rauða dreglinum var rúllað út í Los Angeles og brosmildar stjörnur í fögrum klæðum stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.

Gamanþáttaröðin Modern Family sópaði að sér verðlaunum og klæddust þær Sofia Vergara og Julie Bowen úr þáttunum síðkjólum á hátíðinni.

Gwyneth Paltrow og Katie Holmes mættu til að afhenda verðlaun og fyrirsætan og þáttastjórnandinn Heidi Klum vakti mikla athygli í frumlegum kjól. Rauður og silfurlitaður voru vinsælustu litir rauða dregilsins að þessu sinni.

Smellið á myndina hér til hliðar til að fletta myndasafninu af Emmy-kjóladýrðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.