Tónlist

Tveir til liðs við Dimmu

Dimma. Frá vinstri: Birgir Jónsson, Silli Geirdal, Stefán Jakobsson og Ingó Geirdal.
Dimma. Frá vinstri: Birgir Jónsson, Silli Geirdal, Stefán Jakobsson og Ingó Geirdal. Mynd/Igor Vereshagin
Rokksveitin Dimma ætlar að hljóðrita tónleika sína á Gauki á Stöng á fimmtudagskvöld og gefa út á stuttskífu ásamt glænýju efni í október.

Skífunni er ætlað að kynna nýja liðsmenn sveitarinnar, trommarann Birgi Jónsson, sem jafnframt er forstjóri Iceland Express, og söngvarann Stefán Jakobsson. Þeir gengu til liðs við bræðurna Silla og Ingó Geirdal fyrr á árinu. Dimma er einnig að undirbúa sína þriðju breiðskífu sem kemur út á næsta ári.

Í október spilar sveitin á Airwaves-hátíðinni og fer í tónleikaferð til Rússlands. Þar spilar hún meðal annars á tónlistarhátíðinni Rock Immune í St. Pétursborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×