Svala, Þorsteinn og Fjölnir í myndbandi spútnikstjörnu 21. september 2011 16:00 Breski tónlistarmaðurinn Example fór á topp breska listans með nýjustu plötu sína á dögunum. Hann tók upp myndband við lagið Midnight Run á dögunum. Þorsteinn Bachmann, Fjölnir tattú og fyrirsætan Svala Lind koma fram í myndbandinu ásamt Example sjálfum. „Elliot er mjög hress og þetta var bara gaman," segir leikarinn Þorsteinn Bachmann, sem var í roki á Reykjanesi þegar Fréttablaðið náði í hann. Breski tónlistarmaðurinn Elliot John Gleave, sem gengur undir listamannsnafninu Example, tók upp tónlistarmyndband við lagið Midnight Run hér á landi í byrjun vikunnar. Þorsteinn Bachmann, fyrirsætan Svala Lind Þorvaldsdóttir og húðflúrarinn Fjölnir Geir Bragason koma fram í myndbandinu, sem var meðal annars tekið upp í eyðibýli við Stokkseyri og á Reykjanesi. Þorsteinn leikur í myndbandinu illmenni í anda Daniels Day-Lewis úr kvikmyndinni There Will Be Blood. Hann skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og smellpassar því í hlutverkið. „Ég er ansi illur í myndbandinu, eins og þú getur ímyndað þér, með þetta skegg. Ég er vondi karlinn. Einhver Coen-bræðra-olíukóngur. Ég er að kaupa hann til að vinna. Með peningum náttúrulega. Þetta er svona eins og tónlistarmyndbönd eru, söguþráðurinn er frekar lauslegur." Example er gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu um þessar mundir. Hann gaf út þriðju breiðskífuna sína á dögunum og rauk hún beint á topp breska listans. Platan er í þriðja sæti listans í dag, sæti fyrir neðan Adele, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarna mánuði. Þá á hann tvö lög á breska smáskífulistanum, Stay Awake, í sjötta sæti, og Change the Way You Kiss Me í 29. sæti. Eftir að tökum á myndbandinu lauk þurfti Example að drífa sig upp í næstu vél til London, en þaðan heldur hann svo til Ástralíu á næstu dögum. „Mér skilst að það sé búið að fá leyfi fyrir því að hann komi seint inn í vélina," segir Þorsteinn léttur. „Þannig að það var kappkostað að fá sem mest af kappanum." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Elliot er mjög hress og þetta var bara gaman," segir leikarinn Þorsteinn Bachmann, sem var í roki á Reykjanesi þegar Fréttablaðið náði í hann. Breski tónlistarmaðurinn Elliot John Gleave, sem gengur undir listamannsnafninu Example, tók upp tónlistarmyndband við lagið Midnight Run hér á landi í byrjun vikunnar. Þorsteinn Bachmann, fyrirsætan Svala Lind Þorvaldsdóttir og húðflúrarinn Fjölnir Geir Bragason koma fram í myndbandinu, sem var meðal annars tekið upp í eyðibýli við Stokkseyri og á Reykjanesi. Þorsteinn leikur í myndbandinu illmenni í anda Daniels Day-Lewis úr kvikmyndinni There Will Be Blood. Hann skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og smellpassar því í hlutverkið. „Ég er ansi illur í myndbandinu, eins og þú getur ímyndað þér, með þetta skegg. Ég er vondi karlinn. Einhver Coen-bræðra-olíukóngur. Ég er að kaupa hann til að vinna. Með peningum náttúrulega. Þetta er svona eins og tónlistarmyndbönd eru, söguþráðurinn er frekar lauslegur." Example er gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu um þessar mundir. Hann gaf út þriðju breiðskífuna sína á dögunum og rauk hún beint á topp breska listans. Platan er í þriðja sæti listans í dag, sæti fyrir neðan Adele, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarna mánuði. Þá á hann tvö lög á breska smáskífulistanum, Stay Awake, í sjötta sæti, og Change the Way You Kiss Me í 29. sæti. Eftir að tökum á myndbandinu lauk þurfti Example að drífa sig upp í næstu vél til London, en þaðan heldur hann svo til Ástralíu á næstu dögum. „Mér skilst að það sé búið að fá leyfi fyrir því að hann komi seint inn í vélina," segir Þorsteinn léttur. „Þannig að það var kappkostað að fá sem mest af kappanum." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira