Lífið

Svala, Þorsteinn og Fjölnir í myndbandi spútnikstjörnu

Breski tónlistarmaðurinn Example fór á topp breska listans með nýjustu plötu sína á dögunum. Hann tók upp myndband við lagið Midnight Run á dögunum. Þorsteinn Bachmann, Fjölnir tattú og fyrirsætan Svala Lind koma fram í myndbandinu ásamt Example sjálfum.
Breski tónlistarmaðurinn Example fór á topp breska listans með nýjustu plötu sína á dögunum. Hann tók upp myndband við lagið Midnight Run á dögunum. Þorsteinn Bachmann, Fjölnir tattú og fyrirsætan Svala Lind koma fram í myndbandinu ásamt Example sjálfum.
„Elliot er mjög hress og þetta var bara gaman," segir leikarinn Þorsteinn Bachmann, sem var í roki á Reykjanesi þegar Fréttablaðið náði í hann.

Breski tónlistarmaðurinn Elliot John Gleave, sem gengur undir listamannsnafninu Example, tók upp tónlistarmyndband við lagið Midnight Run hér á landi í byrjun vikunnar. Þorsteinn Bachmann, fyrirsætan Svala Lind Þorvaldsdóttir og húðflúrarinn Fjölnir Geir Bragason koma fram í myndbandinu, sem var meðal annars tekið upp í eyðibýli við Stokkseyri og á Reykjanesi.

Þorsteinn leikur í myndbandinu illmenni í anda Daniels Day-Lewis úr kvikmyndinni There Will Be Blood. Hann skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og smellpassar því í hlutverkið. „Ég er ansi illur í myndbandinu, eins og þú getur ímyndað þér, með þetta skegg. Ég er vondi karlinn. Einhver Coen-bræðra-olíukóngur. Ég er að kaupa hann til að vinna. Með peningum náttúrulega. Þetta er svona eins og tónlistarmyndbönd eru, söguþráðurinn er frekar lauslegur."

Example er gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu um þessar mundir. Hann gaf út þriðju breiðskífuna sína á dögunum og rauk hún beint á topp breska listans. Platan er í þriðja sæti listans í dag, sæti fyrir neðan Adele, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarna mánuði. Þá á hann tvö lög á breska smáskífulistanum, Stay Awake, í sjötta sæti, og Change the Way You Kiss Me í 29. sæti.

Eftir að tökum á myndbandinu lauk þurfti Example að drífa sig upp í næstu vél til London, en þaðan heldur hann svo til Ástralíu á næstu dögum. „Mér skilst að það sé búið að fá leyfi fyrir því að hann komi seint inn í vélina," segir Þorsteinn léttur. „Þannig að það var kappkostað að fá sem mest af kappanum."

atlifannar@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.