Lífið

Stefna á nýtt samstarf í hverjum þætti

Meðal þeirra sem semja saman lag í nýjum sjónvarpsþætti RÚV eru Valdimar og Magnús Eiríksson, Retro Stefson og Egill Sæbjörnsson og Jóhann Helgason og FM Belfast.
Meðal þeirra sem semja saman lag í nýjum sjónvarpsþætti RÚV eru Valdimar og Magnús Eiríksson, Retro Stefson og Egill Sæbjörnsson og Jóhann Helgason og FM Belfast.
„Það er eitt „concept" í hverjum þætti, listamennirnir eiga það sameiginlegt og þess vegna eru þeir leiddir saman," segir Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi í Hjálmum. Hann stjórnar nýjum tónlistarþætti, Hljómskálanum, á RÚV ásamt Sigtryggi Baldurssyni.

Samstarfsverkefni þáttanna eiga eflaust eftir að vekja mikla athygli en meðal þeirra sem leiða saman hesta sína má nefna Retro Stefson og Egil Sæbjörnsson. „Retro og Egill eiga það til að mynda sameiginlegt að búa í Berlín," útskýrir Kiddi en meðal annarra samstarfsfélaga má nefna Magnús Eiríksson og hljómsveitina Valdimar, Jóhann Helgason og FM Belfast og Of Monsters and Men og Snorra Helgason. „Menn verða bara að geta sér til hvernig þessir listamenn tengjast," útskýrir Kiddi.

Áhorfendur fá að fylgjast með því þegar listamennirnir hittast og semja saman. Og svo verður lagið frumflutt í þáttunum. Kiddi upplýsir að enginn listamaður hafi sagt nei við þá þegar leitað var til hans. „Það voru allir boðnir og búnir að gera þetta. Hins vegar er ekkert einfalt að gera lag og það getur stundum tekið langan tíma. Enda eiga allir, sem koma að þættinum, það sameiginlegt að hafa prófað að búa til lag. Sem var mjög gott."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.