Lífið

Ævisaga frá Neil Young

Rokkari Sjálfsævisaga Neil Young kemur út á næsta ári.
Rokkari Sjálfsævisaga Neil Young kemur út á næsta ári.
Sjálfsævisaga rokkarans Neil Young nefnist Waging Heavy Peace og er væntanleg í búðir haustið 2012. „Ég byrjaði að skrifa og gat ekki hætt. Pabbi gerði það sama þegar hann skrifaði á gömlu Underwood-ritvélina sína uppi á háalofti. Hann sagði við mig: „Haltu bara áfram að skrifa. Þú veist aldrei hvað kemur upp úr kafinu“,“ sagði Young. Hinn 65 ára rokkari á að baki áratugalangan feril í tónlistarbransanum og hefur samið mörg vinsæl lög. 33. sólóplatan hans, Le Noise, kom út á síðasta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.