Lífið

Sú fyrsta í fimm ár

Hljómsveitin Guns N'Roses er á leiðinni í fyrstu tónleikaferð sína um Bandaríkin í fimm ár. Túrinn hefst í borginni Orlando 28. október og verða tónleikarnir alls yfir þrjátíu talsins.

Fyrst fara Axl Rose og félagar í tónleikaferð um Suður-Ameríku og verður fyrsta giggið á hátíðinni Rock in Rio í Brasilíu 2. október fyrir framan 75 þúsund manns. Guns N'Roses var á tónleikaferð um heiminn á síðasta ári og spilaði á 71 tónleikum í yfir þrjátíu löndum. Gagnrýnendur voru mishrifnir af tónleikunumn en áhorfendur voru hátt í ein milljón manna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.