Laðast að sögum um konur í krísu 22. september 2011 09:00 Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona frumsýnir útskriftarstuttmynd sína, Útrás Reykjavík, á RIFF-hátíðinni. Fréttablaðið/Valli Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég er alltaf með konur í aðalhlutverki enda er skortur á því í kvikmyndum," segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona en hún er nýflutt til landsins eftir tíu ára búsetu í New York. Fjórða stuttmynd Ísoldar og útskriftarmynd hennar úr mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF um helgina en Ísold er þegar með hugann við sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Myndin er á handritsstigi en ég stefni á að hefja tökur einhvern tímann næsta vetur," segir Ísold en fyrir stuttu kynnti hún hugmyndina að handritinu á myndinni á ráðstefnunni Nordic Talent og fékk góðar undirtektir gesta. „Ég er komin með nokkuð skýrt viðfangsefni en söguhetjan verður ung kona sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Um leið og ég er búin að frumsýna Útrás Reykjavík, fer ég á fullt í undirbúning sem felur bæði í sér rannsóknarvinnu, handritsskrif og fjármögnun," segir Ísold og bætir við að söguþráðurinn eigi eftir að minna að einhverju leyti á stuttmyndina Útrás Reykjavík en hún fjallar um heldri konu sem tekst á við breytta sjálfsmynd eftir efnahagshrunið. Ísold er hrifin af sögum úr samtímanum og reynir ávallt að tengja karakterana við það sem er að gerast í heiminum í dag. „Ég virðist laðast að sögum um konur í krísu en flestar myndirnar mínir eru með örlitlum undirtón af svörtum húmor," segir Ísold og bætir við að hún vilji gera myndir sem hafa félagslega þýðingu. „Þegar maður verður eldri og reyndari byrjar maður að spyrja sig af hverju er maður er að búa til bíómyndir og fer í auknum mæli að vilja hafa áhrif á samfélagið með kvikmyndagerð." Kvikmyndir Ísoldar hafa allar hlotið viðurkenningu hér á landi sem og erlendis. Stuttmyndirnar Clean og Njálsgata hlutu Edduverðlaunin árin 2010 og 2011 en auk þess var mynd hennar, Góðir gestir, sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Þessar myndir verða allar á dagskrá Ríkissjónvarpsins í haust en auk þess seldi hún þær til flugfélagsins Icelandair á dögunum og Icelandic Cinema Online. Ísold líkar vel að vera flutt heim til Íslands en viðurkennir að það sé alltaf sama harkið í kvikmyndageiranum hér. „Eftir að hafa unnið á öllum sviðum kvikmyndagerðar í tíu ár er maður orðinn vanur því að fórna sér í verkefnin. Samningurinn við Icelandair er einmitt hluti af þessu harki, maður reynir að koma myndunum sínum að alls staðar."alfrun@frettabladid.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég er alltaf með konur í aðalhlutverki enda er skortur á því í kvikmyndum," segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona en hún er nýflutt til landsins eftir tíu ára búsetu í New York. Fjórða stuttmynd Ísoldar og útskriftarmynd hennar úr mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF um helgina en Ísold er þegar með hugann við sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Myndin er á handritsstigi en ég stefni á að hefja tökur einhvern tímann næsta vetur," segir Ísold en fyrir stuttu kynnti hún hugmyndina að handritinu á myndinni á ráðstefnunni Nordic Talent og fékk góðar undirtektir gesta. „Ég er komin með nokkuð skýrt viðfangsefni en söguhetjan verður ung kona sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Um leið og ég er búin að frumsýna Útrás Reykjavík, fer ég á fullt í undirbúning sem felur bæði í sér rannsóknarvinnu, handritsskrif og fjármögnun," segir Ísold og bætir við að söguþráðurinn eigi eftir að minna að einhverju leyti á stuttmyndina Útrás Reykjavík en hún fjallar um heldri konu sem tekst á við breytta sjálfsmynd eftir efnahagshrunið. Ísold er hrifin af sögum úr samtímanum og reynir ávallt að tengja karakterana við það sem er að gerast í heiminum í dag. „Ég virðist laðast að sögum um konur í krísu en flestar myndirnar mínir eru með örlitlum undirtón af svörtum húmor," segir Ísold og bætir við að hún vilji gera myndir sem hafa félagslega þýðingu. „Þegar maður verður eldri og reyndari byrjar maður að spyrja sig af hverju er maður er að búa til bíómyndir og fer í auknum mæli að vilja hafa áhrif á samfélagið með kvikmyndagerð." Kvikmyndir Ísoldar hafa allar hlotið viðurkenningu hér á landi sem og erlendis. Stuttmyndirnar Clean og Njálsgata hlutu Edduverðlaunin árin 2010 og 2011 en auk þess var mynd hennar, Góðir gestir, sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Þessar myndir verða allar á dagskrá Ríkissjónvarpsins í haust en auk þess seldi hún þær til flugfélagsins Icelandair á dögunum og Icelandic Cinema Online. Ísold líkar vel að vera flutt heim til Íslands en viðurkennir að það sé alltaf sama harkið í kvikmyndageiranum hér. „Eftir að hafa unnið á öllum sviðum kvikmyndagerðar í tíu ár er maður orðinn vanur því að fórna sér í verkefnin. Samningurinn við Icelandair er einmitt hluti af þessu harki, maður reynir að koma myndunum sínum að alls staðar."alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira