Lífið

Entourage verður að kvikmynd

Entourage-þættirnir verða að kvikmynd áður en langt um líður.
Entourage-þættirnir verða að kvikmynd áður en langt um líður.
Áður en þú lest þessa frétt er rétt að taka það fram að í henni eru upplýst endalok Entourage-seríunnar. Mark Wahlberg hefur staðfest að Entourage-þættirnir vinsælu verði að kvikmynd í náinni framtíð. Síðasti þátturinn var frumsýndur í síðustu viku á HBO-sjónvarpsstöðinni eftir átta ára sigurgöngu. Sögusagnir um kvikmyndaútgáfu hafa lengi verið á kreiki og þær voru endanlega staðfestar af Wahlberg í gær.

Í samtali við tímaritið People segir Wahlberg að vinna við kvikmyndina sé þegar hafin og að allir séu klárir í bátana. Síðasti þátturinn var nokkuð sögulegur því í honum er Ari, persónu Jeremy Piven, boðið að stjórna kvikmyndaveri og hann kemur hjónabandi sínu aftur á rétta braut. Vince giftir sig og E, eða Eric, vinnur aftur ástina í lífi sínu. „Og starfstilboðið sem Ari fær er of gott til að hafna því," segir Wahlberg í samtali við blaðið.

Wahlberg er ákaflega upptekinn maður, hann leikur meðal annars aðlahlutverkið í Contraband eftir Baltasar Kormák og hefur nýlokið við að leika í gamanmyndinni Ted. Þá leikur hann aðalhlutverkið í kvikmyndinni Broken City með Russell Crowe, en hún fjallar um einkaspjæra sem dregst óvænt inn í borgarstjórakosningar í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.