Lífið

Hera og Haffi tilnefnd

Söngkonan Hera Björk og þúsundþjalasmiðurinn Haffi Haff sendu frá sér lagið Feel the Love Tonight í sumar. Lagið var gefið út í tilefni af Gay Pride-hátíðinni í New York, en Hera hefur verið dugleg við að koma fram á slíkum hátíðum.

Vefurinn Euro Dance Web hefur nú tilnefnt lagið sem lag ársins, en þar eru Hera og Haffi í hópi með tónlistarmönnum á borð við tvíburana Jedward, sem kepptu fyrir hönd Írlands í Eurovision í ár. Þau eru sem stendur í sjöunda sæti könnunarinnar en fyrrnefndir tvíburar eru á toppnum.

Euro Dance Web-verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2001, en fjöldi plötusnúða og útvarpsmanna í Evrópu velur lögin sem eru tilnefnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.