Mamma fílar öll nema eitt 23. september 2011 08:00 Fjórða eiginlega sólóplata Mugisons, Haglél, kemur út í dag. Fréttablaðið/HAG Tónlistarmaðurinn Mugison, réttu nafni Örn Elías Guðmundsson, gefur út sína fjórðu sólóplötu, Haglél, á heimasíðu sinni Mugison.is í dag. Fjögur ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu hans, Mugiboogie. Klukkan 15.00 geta aðdáendur hans keypt niðurhal Hagléls og fengið eintak sent heim til sín. Rúmri viku síðar, 1. október, verður platan síðan fáanleg í búðum. Mugison, sem hefur selt plötur sínar í tæplega 70 þúsund eintökum, segist vera ógeðslega ánægður með Haglél. Hún er öll sungin á íslensku, sem er nýbreytni hjá þessum vinsæla tónlistarmanni. Þegar hefur titillag plötunnar fengið góðar viðtökur, sem og lagið Stingum af. „Ég hlakka ekkert smá til að sjá hvað fólki finnst. Ég spilaði þetta fyrir mömmu um helgina og ég held að það hafi bara verið eitt lag sem hún fílaði ekki, sem er framför. Á flestum plötum hafa mamma og amma yfirleitt þurft að hoppa yfir þrjú til fjögur lög,“ segir Mugison. „Á þessari plötu er bara eitt og hálft lag sem datt listaháskólamegin í lífinu. Það var stundum erfitt að leyfa lögunum að vera eins og þau vildu vera. Það er einhver púki í manni sem vill gera þetta að einhverri sjúklegri list. Ég var ánægður með að ég náði að drepa svolítið þessa týpu í mér á köflum og leyfði lögunum að lifa svolítið. Ég er mjög ánægður með að ég fór ekki að ofhugsa hlutina.“ Eins og oft áður fór mikill tími í að föndra umslag plötunnar. Þar var Mugison til halds og trausts sama klíka og gerði Mugiboogie-umslagið, eða Jónas Val og Alli metall, auk Rúnu konu Mugisons og Erlu Maríu. „Ég er ótrúlega ánægður með þetta. Við létum þrykkja í pappann og sum haglélin eru eins og blindraletur, upphleypt.“ Inni í umslaginu eru síðan íslenskir textar og gítargrip. Spurður hvaðan hann hafi fengið innblásturinn að plötunni segir Mugison: „Það fór bara eftir dagsforminu. Þarna er ein hversdagsleg sinfónía, ein vögguvísa, eitt lag um ofsóknaræði yfir því að maður sé að fá hjartaáfall og annað um að maður sé við það að verða að aumingja. Svo eru þarna lög um náttúruna, fegurðina og vinskap.“ Útgáfutónleikar hans verða í Fríkirkjunni 1. október og hefst miðasala í dag á Mugison.is. „Fyrsti október er listalausi dagurinn. Ég vissi það ekki fyrr en of seint. Ég reikna með að ég verði eini listviðburðurinn á listalausa deginum þannig að ég vil bara biðja fólk um að brjóta þessa reglu og mæta á gigg.“ Tónleikaferð um landið er síðan fyrirhuguð til að fylgja Hagléli eftir. Þar verður hljómsveit með Mugison í för og ætlar hópurinn að halda ferna tónleika í hverjum landshluta. freyr@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mugison, réttu nafni Örn Elías Guðmundsson, gefur út sína fjórðu sólóplötu, Haglél, á heimasíðu sinni Mugison.is í dag. Fjögur ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu hans, Mugiboogie. Klukkan 15.00 geta aðdáendur hans keypt niðurhal Hagléls og fengið eintak sent heim til sín. Rúmri viku síðar, 1. október, verður platan síðan fáanleg í búðum. Mugison, sem hefur selt plötur sínar í tæplega 70 þúsund eintökum, segist vera ógeðslega ánægður með Haglél. Hún er öll sungin á íslensku, sem er nýbreytni hjá þessum vinsæla tónlistarmanni. Þegar hefur titillag plötunnar fengið góðar viðtökur, sem og lagið Stingum af. „Ég hlakka ekkert smá til að sjá hvað fólki finnst. Ég spilaði þetta fyrir mömmu um helgina og ég held að það hafi bara verið eitt lag sem hún fílaði ekki, sem er framför. Á flestum plötum hafa mamma og amma yfirleitt þurft að hoppa yfir þrjú til fjögur lög,“ segir Mugison. „Á þessari plötu er bara eitt og hálft lag sem datt listaháskólamegin í lífinu. Það var stundum erfitt að leyfa lögunum að vera eins og þau vildu vera. Það er einhver púki í manni sem vill gera þetta að einhverri sjúklegri list. Ég var ánægður með að ég náði að drepa svolítið þessa týpu í mér á köflum og leyfði lögunum að lifa svolítið. Ég er mjög ánægður með að ég fór ekki að ofhugsa hlutina.“ Eins og oft áður fór mikill tími í að föndra umslag plötunnar. Þar var Mugison til halds og trausts sama klíka og gerði Mugiboogie-umslagið, eða Jónas Val og Alli metall, auk Rúnu konu Mugisons og Erlu Maríu. „Ég er ótrúlega ánægður með þetta. Við létum þrykkja í pappann og sum haglélin eru eins og blindraletur, upphleypt.“ Inni í umslaginu eru síðan íslenskir textar og gítargrip. Spurður hvaðan hann hafi fengið innblásturinn að plötunni segir Mugison: „Það fór bara eftir dagsforminu. Þarna er ein hversdagsleg sinfónía, ein vögguvísa, eitt lag um ofsóknaræði yfir því að maður sé að fá hjartaáfall og annað um að maður sé við það að verða að aumingja. Svo eru þarna lög um náttúruna, fegurðina og vinskap.“ Útgáfutónleikar hans verða í Fríkirkjunni 1. október og hefst miðasala í dag á Mugison.is. „Fyrsti október er listalausi dagurinn. Ég vissi það ekki fyrr en of seint. Ég reikna með að ég verði eini listviðburðurinn á listalausa deginum þannig að ég vil bara biðja fólk um að brjóta þessa reglu og mæta á gigg.“ Tónleikaferð um landið er síðan fyrirhuguð til að fylgja Hagléli eftir. Þar verður hljómsveit með Mugison í för og ætlar hópurinn að halda ferna tónleika í hverjum landshluta. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira