Lífið

Vildi opið hjónaband

Leikkonan Goldie Hawn hélt ítrekað framhjá fyrrverandi eiginmanni sínum, Bill Hudson. Nordicphoto/getty
Leikkonan Goldie Hawn hélt ítrekað framhjá fyrrverandi eiginmanni sínum, Bill Hudson. Nordicphoto/getty
Fyrrverandi eiginmaður leikkonunnar Goldie Hawn, Bill Hudson, segir hana hafa viljað vera í opnu hjónabandi. Hudson og Hawn voru gift á árunum 1976-80 en í nýútkominni ævisögu sinni segir Hudson að Hawn hafi ítrekað haldið framhjá honum, til dæmis með leikurunum Warren Beatty og Yves Renier. „Hún sagði alltaf við mig að við værum sálufélagar en að hún vildi vera með öðrum karlmönnum líka.“ Hudson eignaðist tvö börn með Hawn en annað þeirra er leikkonan Kate Hudson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.