Lífið

Mynd Hugleiks ferðast víða

Mynd Hugleiks hefur ferðast víða og er nú skopstæld af notendum vefsíðunnar 9gag.com.
Mynd Hugleiks hefur ferðast víða og er nú skopstæld af notendum vefsíðunnar 9gag.com.
„Þessi mynd er orðin eitthvað sem kallast internet meme,“ segir skopteiknarinn og grínistinn Hugleikur Dagsson.

Mynd Hugleiks, sem hann teiknaði efir laginu Anarchy in the UK með Sex Pistols og birti í bókinni Popular Hits, flakkar enn um netheima. Eins og Fréttablaðið greindi frá í sumar ætlaði óprúttinn netverji að hagnast á bolum með myndinni en þeim var kippt úr sölu þegar upp komst um höfundarréttarbrotið. Nú virðist vera í tísku að gera skopstælingar af myndinni og birta á afþreyingarsíðunni 9gag.com, sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Skopstælingin gengur yfirleitt þannig fyrir sig að í staðinn fyrir Bretland er grínast með önnur lönd eins og Frakkland, Rússland og Bandaríkin.

„Þetta er allt frekar lélegt en ég hef gaman af því að fólk sé að gera þetta,“ segir Hugleikur. „Mér finnst myndirnar aldrei eins fyndnar og mín. En ég er að spá í að setja upprunalegu myndina á eBay. Ætli ég geti grætt eitthvað á þessu? Ég ætla að reyna að slá met í að græða pening fyrir jafn einfalda teikningu.“

Hugleikur hyggst einnig setja myndina á bol, sem verður fáanlegur fyrir jól.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.