Lífið

Krakkar kyssa ævisögu Biebers

Tómas Hermannsson og Jóhann Friðrik Ragnarsson með nýju Bieber-bókina. fréttablaðið/gva
Tómas Hermannsson og Jóhann Friðrik Ragnarsson með nýju Bieber-bókina. fréttablaðið/gva
„Hún er búin að ganga ótrúlega vel. Við förum í endurprentun áður en við vitum af,“ segir Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu. Ævisaga popparans Justins Bieber hefur fallið vel í kramið hjá aðdáendum hans hér á landi síðan hún kom út fyrir mánuði. Fyrsta upplagið var upp á tvö þúsund eintök og er það í þann mund að klárast.

Tómas segir söluna umfram væntingar. „Maður renndi algerlega blint í sjóinn. Maður sá bara eins og með Bieber-gönguna að hann er alveg ótrúlega vinsæll.“ Um sex hundruð krakkar tóku þátt í göngunni 9. september síðastliðinn til að þrýsta á að popparinn héldi tónleika hér. „Jólin eru ekki einu sinni komin. Hann fer í nokkur þúsund á árinu, það er pottþétt. Þetta verður örugglega með söluhæstu bókunum á árinu.“

Spurður hverjir séu að kaupa bókina telur Tómas að krakkar á aldrinum sex til sextán séu atkvæðamestir. „Ég hef heyrt tvær sögur af því þar sem krakkar koma inn í búðina, tólf til þrettán ára, kyssa bókina og segja: Hann er æði.“- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.