Lífið

Aðdáendur leiðir á Stones

Mick Jagger og félagar í The Rolling Stones verða áberandi á næstunni.
Mick Jagger og félagar í The Rolling Stones verða áberandi á næstunni.
Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones, býst við því að meira að segja aðdáendur sveitarinnar verði orðnir leiðir á henni undir lok næsta árs. Hljómsveitin fagnar fimmtíu ára afmæli sínu á næsta ári. „Ég veit ekki hvernig haldið verður upp á afmælið. Ég er viss um að þið verðið að einhverju leyti orðin leið á Stones undir loks næsta árs. Fólk vill halda sýningar, gera sjónvarpsþætti og heimildarmyndir þannig að við þurfum að skoða þessi mál. Kannski förum við í tónleikaferð en eins og staðan er núna er ekkert ákveðið,“ sagði Jagger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.