Fimmta stjarnan á KR-búninginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2011 06:00 KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitilinum vel í leikslok. Dofri Snorrason, besti maður vallarins, fékk að finna fyrir því hjá liðsfélögum sínum í fagnaðarlátunum. Mynd/Daníel KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og vel að titlinum komnir. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig," sagði Dofri Snorrason, hetja KR-inga. Dofri fór á kostum sem hægri bakvörður. Hann lagði upp annað mark KR í leiknum, bjargaði á línu þegar mikið lá við og skoraði sigurmarkið. „Maður hefur alist upp við það sjá allar þessar hetjur taka titilinn. Svo upplifir maður þetta sjálfur. Þetta er ólýsanlegt," sagði bakvörðurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og fyrrverandi leikmaður félagsins, var í skýjunum yfir árangri liðsins á tímabilinu. „Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn," sagði Rúnar. Auk þess að verða Íslandsmeistarar unnu KR-ingar bikarinn fyrr í sumar og eru því tvöfaldir meistarar. „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja," sagði Rúnar. KR-ingar virkuðu óstöðvandi framan af sumri en þeim skrikaði fótur þegar Óskar Örn Hauksson meiddist á miðju tímabili. Óskar Örn hafði spilað frábærlega með liðinu. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það, sagði Rúnar sem benti á að Björn og Egill Jónssynir auk Dofra hefðu komið sterkir inn."Titillinn á loft Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, virðist stjórna fagnaðarlátunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar.Fréttablaðið/Daníel„Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu og stigum svo upp í restina," sagði Rúnar sem getur verið stoltur af sínu liði. KR er sigursælasta félag í íslenska boltanum frá upphafi. Sú hefð hefur skapast að fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla fá lið stjörnu á búning sinn. Fyrir leikinn gegn Fylki voru stjörnurnar fjórar á búningi KR. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar Sigfinnur léttur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og vel að titlinum komnir. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig," sagði Dofri Snorrason, hetja KR-inga. Dofri fór á kostum sem hægri bakvörður. Hann lagði upp annað mark KR í leiknum, bjargaði á línu þegar mikið lá við og skoraði sigurmarkið. „Maður hefur alist upp við það sjá allar þessar hetjur taka titilinn. Svo upplifir maður þetta sjálfur. Þetta er ólýsanlegt," sagði bakvörðurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og fyrrverandi leikmaður félagsins, var í skýjunum yfir árangri liðsins á tímabilinu. „Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn," sagði Rúnar. Auk þess að verða Íslandsmeistarar unnu KR-ingar bikarinn fyrr í sumar og eru því tvöfaldir meistarar. „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja," sagði Rúnar. KR-ingar virkuðu óstöðvandi framan af sumri en þeim skrikaði fótur þegar Óskar Örn Hauksson meiddist á miðju tímabili. Óskar Örn hafði spilað frábærlega með liðinu. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það, sagði Rúnar sem benti á að Björn og Egill Jónssynir auk Dofra hefðu komið sterkir inn."Titillinn á loft Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, virðist stjórna fagnaðarlátunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar.Fréttablaðið/Daníel„Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu og stigum svo upp í restina," sagði Rúnar sem getur verið stoltur af sínu liði. KR er sigursælasta félag í íslenska boltanum frá upphafi. Sú hefð hefur skapast að fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla fá lið stjörnu á búning sinn. Fyrir leikinn gegn Fylki voru stjörnurnar fjórar á búningi KR. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar Sigfinnur léttur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira