Lífið

Vanþekking á ávöxtum leiddi þá saman

Þorsteinn Guðmundsson og Pétur Jóhann vinna nú að uppistandsssýningu saman ásamt trommaranum Helga Svavari.
Þorsteinn Guðmundsson og Pétur Jóhann vinna nú að uppistandsssýningu saman ásamt trommaranum Helga Svavari.
„Við Pétur ætlum að rugla saman reitum," segir grínistinn Þorsteinn Guðmundsson.

Þorsteinn vinnur nú að uppistandssýningu með öðrum grínista og ekki síðri; Pétri Jóhanni Sigfússyni ásamt trommaranum knáa Helga Svavari Helgasyni. Sýningin verður á sviði Gamla bíós og hefst í lok október eða byrjun nóvember.

Þorsteinn segir að hann og Pétur hafi alltaf ætla að gera eitthvað saman, enda séu þeir ágætisfélagar. „Svo fór konan mín út í búð og hitti Pétur," útskýrir Þorsteinn. „Hann heilsar henni og kom svo aftur til hennar og spurði hvort hún vissi hvað mangó er. Hún sagðist vita það og sýndi honum hvað mangó er. Þegar ég heyrði þetta hugsaði ég að það væri kominn tími til að vinna með manni sem veit ekki hvað mangó er."

Þorsteinn heyrði því í Pétri sem var til í tuskið og stakk upp á sýningin yrði í Gamla bíói. Þar var vel tekið í hugmyndina. „Við verðum með uppistand til skiptis. Gríðarlega slakir — gríðarlega loose á því," segir Þorsteinn. „Við erum ekki að binda okkur við eitthvað þema, þetta er ekki leikhús. Svo ætlar Helgi Svavar að búa til tónlist fyrir okkur og vera með tónlist á milli svo þeir sem eru alveg að sofna hrökkvi við — vekja þá með sambatakti."

En ætlið þið eitthvað grína saman á sviðinu?

„Það er hugmynd að mætast kannski á sviðinu og vera með leynihandaband. Nei, ég segi svona." - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.