Hlífðargallar eru bara fyrir kerlingar 28. september 2011 20:00 Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol. Fréttablaðið/Heida.is Það er svo æðislegt að geta bara synt beint áfram endalaust og þurfa ekki alltaf að vera að snúa við,“ segir Írena Líf Jónsdóttir, sextán ára Suðurnesjamær sem 6. september síðastliðinn gerði sér lítið fyrir og synti Viðeyjarsund ósmurð og án hlífðargalla á tímanum 1:18:07, sem er besti tími sem nokkur – kona eða karl – hefur náð ósmurður í Viðeyjarsundi. Írena Líf hefur æft sund frá tíu ára aldri en það var ekki fyrr en í fyrrasumar sem hún byrjaði að reyna fyrir sér í sjósundinu. Árangurinn lét ekki á sér standa og hún er nú Íslandsmeistari í þriggja kílómetra sjósundi kvenna. „Það var alltaf markmiðið að ná besta kvennatímanum í Viðeyjarsundinu,“ segir hún „og þegar það var hringt í mig og sagt að þetta væri besti tími sem nokkur hefði náð var það bara aukabónus, ég var eiginlega búin að taka út gleðina yfir að hafa náð markmiðinu.“ Hvers vegna syndirðu alltaf ósmurð og án hlífðargalla? „Iss, það er bara fyrir kerlingar,“ segir Írena Líf og fussar. „Mesta kikkið er einmitt kuldinn og að sjá svipinn á fólki þegar maður kemur upp úr.“ Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol. Auk þess stefnir Írena á að verða fyrsti Íslendingurinn sem tekst að synda yfir Ermarsund í fyrstu tilraun. „Ég ætla að reyna að ná því næsta sumar. Benedikt Hjartarson, sem er eini Íslendingurinn sem synt hefur yfir Ermarsundið, náði því í annarri tilraun þannig að mitt markmið er að slá hans árangur út.“ fridrikab@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Það er svo æðislegt að geta bara synt beint áfram endalaust og þurfa ekki alltaf að vera að snúa við,“ segir Írena Líf Jónsdóttir, sextán ára Suðurnesjamær sem 6. september síðastliðinn gerði sér lítið fyrir og synti Viðeyjarsund ósmurð og án hlífðargalla á tímanum 1:18:07, sem er besti tími sem nokkur – kona eða karl – hefur náð ósmurður í Viðeyjarsundi. Írena Líf hefur æft sund frá tíu ára aldri en það var ekki fyrr en í fyrrasumar sem hún byrjaði að reyna fyrir sér í sjósundinu. Árangurinn lét ekki á sér standa og hún er nú Íslandsmeistari í þriggja kílómetra sjósundi kvenna. „Það var alltaf markmiðið að ná besta kvennatímanum í Viðeyjarsundinu,“ segir hún „og þegar það var hringt í mig og sagt að þetta væri besti tími sem nokkur hefði náð var það bara aukabónus, ég var eiginlega búin að taka út gleðina yfir að hafa náð markmiðinu.“ Hvers vegna syndirðu alltaf ósmurð og án hlífðargalla? „Iss, það er bara fyrir kerlingar,“ segir Írena Líf og fussar. „Mesta kikkið er einmitt kuldinn og að sjá svipinn á fólki þegar maður kemur upp úr.“ Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol. Auk þess stefnir Írena á að verða fyrsti Íslendingurinn sem tekst að synda yfir Ermarsund í fyrstu tilraun. „Ég ætla að reyna að ná því næsta sumar. Benedikt Hjartarson, sem er eini Íslendingurinn sem synt hefur yfir Ermarsundið, náði því í annarri tilraun þannig að mitt markmið er að slá hans árangur út.“ fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira