Innlent

Gat kannað verðið og keypt minna

Björgvin Tómasson Framkvæmdastjóri Norvik segir að Ríkislögreglustjóri hefði getað gert verðsamanburð þótt hann hafi verið í tímaþröng.
Fréttablaðið/GVA
Björgvin Tómasson Framkvæmdastjóri Norvik segir að Ríkislögreglustjóri hefði getað gert verðsamanburð þótt hann hafi verið í tímaþröng. Fréttablaðið/GVA
stjórnsýsla „Ég er ekki að kaupa þessar skýringar Ríkislögreglustjóra,“ segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri öryggisvörufyrirtækisins Nortek.

„Ríkislögreglustjóri segir að það hafi ekki unnist tími til útboða en það er hægt að gera verðkannanir – það tekur ekki langan tíma að senda tölvupóst á nokkur fyrirtæki og spyrja um verð og afhendingartíma,“ segir Björgvin sem kveður vissulega mögulegt að önnur fyrirtæki en þau sem getið er í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi getað útvegað þann búnað sem keyptur var án útboðs eða verðkannana af fyrirtækjum lögreglumanna eða venslamanna þeirra.

„Ef við hefðum fengið verðfyrirspurn þá hefðum við nú sest niður og gúgglað. Mér finnst það fullódýr skýring að tíminn hafi verið óvinurinn. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það var tímaleysi en hefði þá ekki mátt gera minni pöntun og kaupa sér tíma? Það er fullt af spurningum sem koma upp í hugann. Ég gerði ekki mér grein fyrir að þetta væri svona,“ segir Björgvin.

Nortek hefur að sögn Björgvins boðið lögreglu vörur eins og eiturlyfjaprófanir og áfengismæla. Fleiri fyrirtæki séu á þeim markaði en stundum hafi Nortek náð viðskiptum við lögregluna. Það hafi þó verið fyrir óverulegar upphæðir og að undangengnum verðsamanburði af hálfu lögreglunnar að því er hann best hafi vitað. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×