Lífið

Halldór vann í Sviss

Snjóbrettakeppnin Freestyle.ch fór fram í Zürich í Sviss um liðna helgi. Margir þekktir snjóbrettakappar léku þar listir sína og þeirra á meðal var Akureyringurinn knái Halldór Helgason.

Þrjátíu þúsund manns fylgdust með honum gera sér lítið fyrir og sigra í keppninni, sem gekk út á að stökkva af risavöxnum palli og gera brögð í lausu lofti sem eru aðeins á færi atvinnumanna. Halldór er einmitt löngu orðinn atvinnumaður í greininni og er meðal annars með samning við íþróttavörurisann Nike og fleiri.

Hægt er að sjá sigurstökk Halldórs þegar rúm mínúta er liðin af myndbandinu hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.