Fjölmiðlar ekki rannsakendur 29. september 2011 06:00 Björgvin Björgvinsson. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. Þessi orð lét hann falla í samtali við Ríkisútvarpið í gær og bætti við að lögreglan hefði vitað af þessum auglýsingum um hríð enda bæru þær með sér að þarna væri ekki venjulegt nudd á ferðinni. Þegar Fréttablaðið spurði Björgvin hvort hann ætti við að í þessum tilfellum hefði Fréttablaðið mögulega gerst sekt um milligöngu um vændi svaraði Björgvin: „Það er ekki útilokað miðað við það sem önnur lögreglulið á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi, hafa velt vöngum yfir.“ Þá sagði Björgvin málið vera til skoðunar meðal lögfræðinga lögreglunnar. Hins vegar væri engin niðurstaða komin í það. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir fráleitt að blaðið birti meðvitað auglýsingar um vændi. „Ýmsir aðilar auglýsa nudd í smáauglýsingum. Auglýsingadeild blaðsins getur ekki tekið að sér hlutverk rannsakanda og fundið út úr því hvort þjónustan sem er í boði sé í raun önnur en sú sem er auglýst,“ segir hann. „Ef slíkur grunur vaknar hefur auglýsingadeildin afhent lögreglu öll gögn um auglýsendurna, sem eru ekki mjög margir, og það er hennar að komast að hinu sanna. Lögreglan hefur haft þessar upplýsingar í meira en ár en aldrei bent á auglýsingar sem sannað þyki að séu yfirvarp fyrir vændi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að samkvæmt nýjum fjölmiðlalögum beri auglýsandi alfarið ábyrgð á efni auglýsingar. „Blaðið vill að sjálfsögðu ekki birta auglýsingar um ólöglega starfsemi. En þetta er sambærilegt við það að við getum gengið út frá því að í einhverjum auglýsingum um varning til sölu sé í raun verið að falbjóða þýfi. Samt er ekki hægt að banna fólki að auglýsa hluti til sölu. Auglýsingadeildin aðstoðar lögregluna ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Ólafur. - mþl Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. Þessi orð lét hann falla í samtali við Ríkisútvarpið í gær og bætti við að lögreglan hefði vitað af þessum auglýsingum um hríð enda bæru þær með sér að þarna væri ekki venjulegt nudd á ferðinni. Þegar Fréttablaðið spurði Björgvin hvort hann ætti við að í þessum tilfellum hefði Fréttablaðið mögulega gerst sekt um milligöngu um vændi svaraði Björgvin: „Það er ekki útilokað miðað við það sem önnur lögreglulið á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi, hafa velt vöngum yfir.“ Þá sagði Björgvin málið vera til skoðunar meðal lögfræðinga lögreglunnar. Hins vegar væri engin niðurstaða komin í það. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir fráleitt að blaðið birti meðvitað auglýsingar um vændi. „Ýmsir aðilar auglýsa nudd í smáauglýsingum. Auglýsingadeild blaðsins getur ekki tekið að sér hlutverk rannsakanda og fundið út úr því hvort þjónustan sem er í boði sé í raun önnur en sú sem er auglýst,“ segir hann. „Ef slíkur grunur vaknar hefur auglýsingadeildin afhent lögreglu öll gögn um auglýsendurna, sem eru ekki mjög margir, og það er hennar að komast að hinu sanna. Lögreglan hefur haft þessar upplýsingar í meira en ár en aldrei bent á auglýsingar sem sannað þyki að séu yfirvarp fyrir vændi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að samkvæmt nýjum fjölmiðlalögum beri auglýsandi alfarið ábyrgð á efni auglýsingar. „Blaðið vill að sjálfsögðu ekki birta auglýsingar um ólöglega starfsemi. En þetta er sambærilegt við það að við getum gengið út frá því að í einhverjum auglýsingum um varning til sölu sé í raun verið að falbjóða þýfi. Samt er ekki hægt að banna fólki að auglýsa hluti til sölu. Auglýsingadeildin aðstoðar lögregluna ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Ólafur. - mþl
Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira