Setning Alþingis fari fram í kyrrþey Kristján Guðlaugsson skrifar 29. september 2011 06:00 Nú er svo komið að eitt elsta starfandi þing mannkynssögunnar þorir ekki að ganga þá 50 metra sem eru frá dyrum Dómkirkjunnar í Reykjavík að Alþingishúsi Íslendinga. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur verið ákveðið að færa þingsetningu frá hefðbundnum tíma, eða klukkan 13.30, til klukkan tíu á laugardagsmorgni. Þetta er gert, að sögn skrifstofustjórans, í þeim tilgangi „að gefa þingmönnum og starfsmönnum færi á að komast fyrr inn í helgina“. Vafalaust bíða þeirra þreytandi kokteilboð, en kannski þurfa þeir líka að hafa fataskipti og komast í ærlegt bað eftir hina hátíðlegu þingsetningu ef fram fer sem horfir. Lögreglumenn ætla nefnilega ekki að standa heiðursvörð um athöfnina og óeirðadeildir lögreglumanna, sem gæta eiga þessa fjöreggs þjóðarinnar, hafa lýst sig afhuga slíkum starfa í ár. Það er að hluta til vegna þess að þingið hefur ekki sýnt launaþörfum þeirra áhuga, en hefur setið hjá meðan gerðardómur skammtar þeim nöturlegar ölmusur, en að hluta til vegna almennrar óánægju meðal landsmanna með störf og starfsaðferðir þingheims. Ekki reynir Helgi þó að gera lítið úr ótta þingheims við umbjóðendur sína, alþýðu og kjósendur þessa lands, en segir þetta um fyrirhuguð mótmæli við þingsetningu í viðtali við Morgunblaðið 27. september síðastliðinn: „Ég veit að þingforseti hefur af því miklar áhyggjur, enda var það mikið slys hvernig þetta fór í fyrra.“ Hann reynir hins vegar ekki að skýra orsakir þessa „mikla slyss“, enda þótt öllum megi þær vera ljósar. Helgi hefur greinilega verið gerður út af örkinni til þess að lægja öldur almennrar óánægju og þá er fátt betra en að halda umdeildar samkomur í skjóli nætur eða haustmyrkurs. Svo má spyrja hvers vegna setningu Alþingis stafar ógn af umbjóðendum sínum og þeirri spurningu hefði þingheimur sjálfur átt að varpa fram áður en í óefni var komið. Kannski óttast hann svarið eftir að ekki er lengur hægt að dylja hvernig helstu skjólstæðingar þingmanna, vinaklíkan innan bankanna og fjárfestingaraðalsins, hafa fengið afskrifuð öll sín kúlulán, skuldavafninga og önnur augljós lögbrot. Svarið verður þeim kannski enn ógnvænlegra þegar á það er litið að þriðjungur þjóðarinnar stendur uppi slyppur, snauður og gjaldþrota eftir góðærin sem þingheimur hyllti sem mest hér á árum áður. Þingmenn þekkja svarið vel og vita upp á sig skömmina, þess vegna sneiða þeir hjá spurningunni og gera Helga Bernódusson út af örkinni til að segja þjóðinni að þeir ætli að taka þingsetningarhelgina snemma í ár. Sannleikurinn er svo sáraeinfaldur að enginn getur komist hjá því að sjá hann, nema hann hafi einhverja hagsmuni af lyginni. Það er vitað að Alþingi hefur gert sitt ýtrasta til að koma gjaldþrota bönkum, sparisjóðum og fjárfestingarfyrirtækjum aftur í hendur þeirra óreiðumanna sem keyrðu þá á hausinn. Bankar og fjármálastofnanir eru sjálf slagæð kapítalismans og þess vegna hafa allir aðrir hagsmunir verið látnir sitja á hakanum. Endurreisa á kapítalismann og frjálshyggjuþvættinginn líka og svo má það einu gilda hvort vinnandi fólki blæðir eða ekki. Það virðist svo sem hobbý-sósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon hafi slíka ofurtrú á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bankahugsjónum hans, að hann sjái ekki að kapítalisminn er ekki bara búinn að rýja alþýðu Íslands inn að skinninu, heldur er hann kominn langt á leið með að keyra auðugustu þjóðríki hins vestræna heims ofan í forarpytt gjaldþrota, kreppu og neyðar. Þegar hann segir fyrir hönd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að allt gangi vel á Íslandi er hann annað hvort siðferðilega blindur eða hallur undir blákaldar lygar. Ég get bara minnt þau skötuhjúin á orð Bertolt Brecht, sem á sínum tíma ku hafa ráðlagt yfirvöldum Austur-Þýskalands að skipta einfaldlega um þjóð ef svo skyldi fara að þjóðin þráaðist við að hlýðnast ógnarstjórn þeirra. Það er aumlega komið fyrir þingi og þingmönnum okkar Íslendinga, þeir hafa málað sig út í horn með fáránlegum hætti. Nú virðist bara tvennt vera til í stöðunni fyrir hið háa Alþingi, annað hvort að kveðja nánustu vini sína meðal útrásarvíkinga, kúlulánþega og bankastjóra til heiðursvörslu og óeirðavarna við Dómkirkjuna, eða láta setningu Alþingis fara fram í kyrrþey. Kransar, blóm og mótmæli verði þá að sjálfsögðu afþökkuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að eitt elsta starfandi þing mannkynssögunnar þorir ekki að ganga þá 50 metra sem eru frá dyrum Dómkirkjunnar í Reykjavík að Alþingishúsi Íslendinga. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur verið ákveðið að færa þingsetningu frá hefðbundnum tíma, eða klukkan 13.30, til klukkan tíu á laugardagsmorgni. Þetta er gert, að sögn skrifstofustjórans, í þeim tilgangi „að gefa þingmönnum og starfsmönnum færi á að komast fyrr inn í helgina“. Vafalaust bíða þeirra þreytandi kokteilboð, en kannski þurfa þeir líka að hafa fataskipti og komast í ærlegt bað eftir hina hátíðlegu þingsetningu ef fram fer sem horfir. Lögreglumenn ætla nefnilega ekki að standa heiðursvörð um athöfnina og óeirðadeildir lögreglumanna, sem gæta eiga þessa fjöreggs þjóðarinnar, hafa lýst sig afhuga slíkum starfa í ár. Það er að hluta til vegna þess að þingið hefur ekki sýnt launaþörfum þeirra áhuga, en hefur setið hjá meðan gerðardómur skammtar þeim nöturlegar ölmusur, en að hluta til vegna almennrar óánægju meðal landsmanna með störf og starfsaðferðir þingheims. Ekki reynir Helgi þó að gera lítið úr ótta þingheims við umbjóðendur sína, alþýðu og kjósendur þessa lands, en segir þetta um fyrirhuguð mótmæli við þingsetningu í viðtali við Morgunblaðið 27. september síðastliðinn: „Ég veit að þingforseti hefur af því miklar áhyggjur, enda var það mikið slys hvernig þetta fór í fyrra.“ Hann reynir hins vegar ekki að skýra orsakir þessa „mikla slyss“, enda þótt öllum megi þær vera ljósar. Helgi hefur greinilega verið gerður út af örkinni til þess að lægja öldur almennrar óánægju og þá er fátt betra en að halda umdeildar samkomur í skjóli nætur eða haustmyrkurs. Svo má spyrja hvers vegna setningu Alþingis stafar ógn af umbjóðendum sínum og þeirri spurningu hefði þingheimur sjálfur átt að varpa fram áður en í óefni var komið. Kannski óttast hann svarið eftir að ekki er lengur hægt að dylja hvernig helstu skjólstæðingar þingmanna, vinaklíkan innan bankanna og fjárfestingaraðalsins, hafa fengið afskrifuð öll sín kúlulán, skuldavafninga og önnur augljós lögbrot. Svarið verður þeim kannski enn ógnvænlegra þegar á það er litið að þriðjungur þjóðarinnar stendur uppi slyppur, snauður og gjaldþrota eftir góðærin sem þingheimur hyllti sem mest hér á árum áður. Þingmenn þekkja svarið vel og vita upp á sig skömmina, þess vegna sneiða þeir hjá spurningunni og gera Helga Bernódusson út af örkinni til að segja þjóðinni að þeir ætli að taka þingsetningarhelgina snemma í ár. Sannleikurinn er svo sáraeinfaldur að enginn getur komist hjá því að sjá hann, nema hann hafi einhverja hagsmuni af lyginni. Það er vitað að Alþingi hefur gert sitt ýtrasta til að koma gjaldþrota bönkum, sparisjóðum og fjárfestingarfyrirtækjum aftur í hendur þeirra óreiðumanna sem keyrðu þá á hausinn. Bankar og fjármálastofnanir eru sjálf slagæð kapítalismans og þess vegna hafa allir aðrir hagsmunir verið látnir sitja á hakanum. Endurreisa á kapítalismann og frjálshyggjuþvættinginn líka og svo má það einu gilda hvort vinnandi fólki blæðir eða ekki. Það virðist svo sem hobbý-sósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon hafi slíka ofurtrú á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bankahugsjónum hans, að hann sjái ekki að kapítalisminn er ekki bara búinn að rýja alþýðu Íslands inn að skinninu, heldur er hann kominn langt á leið með að keyra auðugustu þjóðríki hins vestræna heims ofan í forarpytt gjaldþrota, kreppu og neyðar. Þegar hann segir fyrir hönd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að allt gangi vel á Íslandi er hann annað hvort siðferðilega blindur eða hallur undir blákaldar lygar. Ég get bara minnt þau skötuhjúin á orð Bertolt Brecht, sem á sínum tíma ku hafa ráðlagt yfirvöldum Austur-Þýskalands að skipta einfaldlega um þjóð ef svo skyldi fara að þjóðin þráaðist við að hlýðnast ógnarstjórn þeirra. Það er aumlega komið fyrir þingi og þingmönnum okkar Íslendinga, þeir hafa málað sig út í horn með fáránlegum hætti. Nú virðist bara tvennt vera til í stöðunni fyrir hið háa Alþingi, annað hvort að kveðja nánustu vini sína meðal útrásarvíkinga, kúlulánþega og bankastjóra til heiðursvörslu og óeirðavarna við Dómkirkjuna, eða láta setningu Alþingis fara fram í kyrrþey. Kransar, blóm og mótmæli verði þá að sjálfsögðu afþökkuð.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar