Noregur og Ísland vinna saman á norðurslóðum 29. september 2011 06:00 Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Áhugi heimsins á norðurslóðum hefur stóraukist á síðustu árum. Í lok kalda stríðsins dró mjög úr hernaðarlegu mikilvægi svæðisins fyrir stórveldin og norðurslóðum var ýtt til hliðar í heimsumræðunni. Síðustu ár hafa orðið róttækar breytingar á því og ástæðurnar eru margar og ólíkar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra. Á norðurslóðum eru þær augljósar og afleiðingarnar gætu orðið miklar. Þess vegna er þekking á norðurheimskautinu lykill að því að skilja þessar breytingar. Á sama tíma skapa loftslagsbreytingarnar ný tækifæri: svo sem bætt aðgengi að auðlindum og nýjar siglingaleiðir. Sterkara NorðurskautsráðSamstarfið á norðurslóðum fer fram innan fjölda stofnana sem saman mynda öflugt net: Norðurskautsráðsins, þar sem norðurskautsríkin átta vinna saman, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, innan norðlægu víddar Evrópusambandsins sem Noregur, Ísland og Rússland taka þátt í, og í norrænni samvinnu. Starf Norðurskautsráðsins hefur eflst mikið á síðustu árum. Noregur og Ísland hafa unnið sameiginlega að því þróa og styrkja ráðið enn frekar sem aðalvettvang fyrir samstarf á norðurslóðum. Á ráðherrafundinum í Nuuk í maí voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir sem munu styrkja ráðið: við undirrituðum lagalega bindandi samkomulag um leit og björgun í norðurhöfum, sammæltumst um að vinna að samkomulagi um viðbrögð við olíuvá. Þetta skiptir sköpum um að auka öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir, mæta þeirri umhverfisvá sem aukin efnahagsumsvif kunna að hafa í för með sér. Þá náðist samkomulag um stofnun fastaskrifstofu Norðurskautráðsins í Tromsö. Um árabil stóð það Norðurskautsráðinu fyrir þrifum hversu fáir þekktu til starfsins. Nú má segja að þessu sé öfugt farið og að ráðið þurfi nú að mæta stórauknum áhuga utan frá s.s. frá Kína, Japan, S-Kóreu, Ítalíu og Evrópusambandinu. Það sem gerist á norðurslóðum vekur áhuga víða. Þessi utanaðkomandi áhugi á norðurheimskautssvæðinu er eðlilegur og jákvæður. Allnokkur lönd utan norðurslóða hafa óskað eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Nokkur aðildarríkjanna hafa haft ákveðnar efasemdir um slíkt en nú hafa þau náð samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja umsækjendur, sem er ánægjulegt. Við teljum að aukinn áhugi á ráðinu sé af hinu góða og til marks um aukið vægi þess. Mörg viðfangefni á norðurslóðum eiga sér rætur eða krefjast lausna sem ná út fyrir mörk svæðisins. Við viljum að Norðurskautsráðið verði áfram leiðandi vettvangur umræðu um norðurslóðir en mengun á svæðinu á sér oft rætur í öðrum heimshlutum og þess vegna verðum við að vinna með fleiri ríkjum til að leysa vandann. Prófessorsstaða á AkureyriGott samstarf er á milli Noregs og Íslands um fjölmörg mál er snerta sameiginlega hagsmuni okkar á norðurslóðum. Tengslin liggja víða og á margvíslegum sviðum – á milli fagstofnana og innan fræðasamfélagsins. Í framhaldi af þeim mikilvægu ákvörðunum sem teknar voru í Nuuk höfum við einnig rætt möguleikana á því að styrkja samstarf landanna tveggja. Við viljum efla rannsóknir á sviði norðurslóðafræða enn frekar. Í dag munum við undirrita samkomulag til þriggja ára sem stuðlar að því að íslenskir og norskir vísindamenn og nemendur geti í enn meiri mæli deilt þekkingu á sameiginlegum hugðarefnum sem skipta máli fyrir framtíðarþróun á norðurslóðum. Einn þáttur samkomulagsins felur í sér að komið verður á fót sameiginlegri gistiprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri, sem nefnd verður eftir Friðþjófi Nansen – einum mesta heimskautakönnuði Norðmanna, fræðimanni og mannvini en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Með því að standa saman að því að auka skilning á þeim breytingum sem nú eiga sér stað og afleiðingum erum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum og nýjum tækifærum á okkar heimaslóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Áhugi heimsins á norðurslóðum hefur stóraukist á síðustu árum. Í lok kalda stríðsins dró mjög úr hernaðarlegu mikilvægi svæðisins fyrir stórveldin og norðurslóðum var ýtt til hliðar í heimsumræðunni. Síðustu ár hafa orðið róttækar breytingar á því og ástæðurnar eru margar og ólíkar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra. Á norðurslóðum eru þær augljósar og afleiðingarnar gætu orðið miklar. Þess vegna er þekking á norðurheimskautinu lykill að því að skilja þessar breytingar. Á sama tíma skapa loftslagsbreytingarnar ný tækifæri: svo sem bætt aðgengi að auðlindum og nýjar siglingaleiðir. Sterkara NorðurskautsráðSamstarfið á norðurslóðum fer fram innan fjölda stofnana sem saman mynda öflugt net: Norðurskautsráðsins, þar sem norðurskautsríkin átta vinna saman, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, innan norðlægu víddar Evrópusambandsins sem Noregur, Ísland og Rússland taka þátt í, og í norrænni samvinnu. Starf Norðurskautsráðsins hefur eflst mikið á síðustu árum. Noregur og Ísland hafa unnið sameiginlega að því þróa og styrkja ráðið enn frekar sem aðalvettvang fyrir samstarf á norðurslóðum. Á ráðherrafundinum í Nuuk í maí voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir sem munu styrkja ráðið: við undirrituðum lagalega bindandi samkomulag um leit og björgun í norðurhöfum, sammæltumst um að vinna að samkomulagi um viðbrögð við olíuvá. Þetta skiptir sköpum um að auka öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir, mæta þeirri umhverfisvá sem aukin efnahagsumsvif kunna að hafa í för með sér. Þá náðist samkomulag um stofnun fastaskrifstofu Norðurskautráðsins í Tromsö. Um árabil stóð það Norðurskautsráðinu fyrir þrifum hversu fáir þekktu til starfsins. Nú má segja að þessu sé öfugt farið og að ráðið þurfi nú að mæta stórauknum áhuga utan frá s.s. frá Kína, Japan, S-Kóreu, Ítalíu og Evrópusambandinu. Það sem gerist á norðurslóðum vekur áhuga víða. Þessi utanaðkomandi áhugi á norðurheimskautssvæðinu er eðlilegur og jákvæður. Allnokkur lönd utan norðurslóða hafa óskað eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Nokkur aðildarríkjanna hafa haft ákveðnar efasemdir um slíkt en nú hafa þau náð samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja umsækjendur, sem er ánægjulegt. Við teljum að aukinn áhugi á ráðinu sé af hinu góða og til marks um aukið vægi þess. Mörg viðfangefni á norðurslóðum eiga sér rætur eða krefjast lausna sem ná út fyrir mörk svæðisins. Við viljum að Norðurskautsráðið verði áfram leiðandi vettvangur umræðu um norðurslóðir en mengun á svæðinu á sér oft rætur í öðrum heimshlutum og þess vegna verðum við að vinna með fleiri ríkjum til að leysa vandann. Prófessorsstaða á AkureyriGott samstarf er á milli Noregs og Íslands um fjölmörg mál er snerta sameiginlega hagsmuni okkar á norðurslóðum. Tengslin liggja víða og á margvíslegum sviðum – á milli fagstofnana og innan fræðasamfélagsins. Í framhaldi af þeim mikilvægu ákvörðunum sem teknar voru í Nuuk höfum við einnig rætt möguleikana á því að styrkja samstarf landanna tveggja. Við viljum efla rannsóknir á sviði norðurslóðafræða enn frekar. Í dag munum við undirrita samkomulag til þriggja ára sem stuðlar að því að íslenskir og norskir vísindamenn og nemendur geti í enn meiri mæli deilt þekkingu á sameiginlegum hugðarefnum sem skipta máli fyrir framtíðarþróun á norðurslóðum. Einn þáttur samkomulagsins felur í sér að komið verður á fót sameiginlegri gistiprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri, sem nefnd verður eftir Friðþjófi Nansen – einum mesta heimskautakönnuði Norðmanna, fræðimanni og mannvini en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Með því að standa saman að því að auka skilning á þeim breytingum sem nú eiga sér stað og afleiðingum erum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum og nýjum tækifærum á okkar heimaslóð.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun