Lífið

Engin stjörnumeðferð á Kaffibarnum

Thomsen ásamt leikstjóranum Susanne Bier á Golden Globe í vor þar sem þau voru verðlaunuð fyrir bestu erlendu myndina.
Thomsen ásamt leikstjóranum Susanne Bier á Golden Globe í vor þar sem þau voru verðlaunuð fyrir bestu erlendu myndina.
Danski leikarinn Ulrich Thomsen fagnaði að loknum dómnefndarstörfum sínum á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík með því að skella sér út á lífíð um helgina.

Thomsen mætti á Kaffibarinn og vatt sér beint í hina margfrægu VIP-röð sem ætluð er stjörnum bæjarins og öðrum sem telja sig eiga erindi inn á undan öðrum. Dyravörður staðarins var ekki á því að hleypa Thomsen inn í gegnum VIP-röðina og lét hann húka skömmustulegan meðal pöpulsins í hinni röðinni.

Sá sem stóð í hurðinni þetta kvöld var Baltasar Breki Baltasarsson, sonur kvikmyndagerðarmannsins geðþekka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×