Skemmtilegur draumur Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 10. október 2011 20:30 Fullkominn dagur til drauma. Dans. Fullkominn dagur til drauma. Höfundur: Anton Lachky. Flytjandi: Íslenski dansflokkurinn. Fullkominn dagur til drauma er fyndið verk á dramatískum nótum. Í því teflir Anton Lachky saman meira en hundrað ára gamalli hádramatískri kaþólskri kirkjutónlist, sálumessum Verdis og Cherubini og gamansömum nútímadansi. Þessa blanda heppnast með ólíkindum vel og á þeim 60 mínútum sem verkið stendur er það aðeins rétt í einum kafla í fyrri hluta verksins sem maður fær á tilfinninguna að tónlistin beri dansinn ofurliði. Höfundurinn notar einnig þögnina á áhrifaríkan hátt. Þegar dansinn fer út fyrir þann ramma sem tónlistinni hæfir dregur tónlistin sig hreinlega í hlé tilbúin að láta til sín taka þegar hennar er þörf. Líkamstjáningin í verkinu er mjög sterk. Dansararnir nota ekki aðeins búkinn á mjög ýktan og krefjandi hátt heldur spilar andlitstjáningin stórt hlutverk sem og röddin, þó ekki sem texti heldur sem hljóð sem verða eins og viðbót við líkamstjáninguna sjálfa. Orð Lachky um að dansararnir séu eins og teiknimyndafígúrur sem hann síðan vinnur með lýsa verkinu vel. Allir sem horft hafa á Tomma og Jenna vita að það þarf engan texta eða skýringar með því sem er að gerast í samskiptum þeirra félaga, líkaminn, andlitið og hljóðin sem fylgja segja allt sem segja þarf. Uppbygging verksins gerir ráð fyrir því að hver dansari fái að njóta sín í sólóparti auk þess að koma fram í dúetti/um. Hópurinn var samt aldrei langt undan og voru allir á sviðinu nánast allan tímann. Hópatriðin sem komu inn á milli þá ekki síst í dramatískustu hlutum tónlistarinnar voru mjög flott og sýndu hvað hópurinn var vel samstilltur. Búningarnir gerðu hópatriði líka flott. Einfaldar svartar buxur og mismunandi blússur og skyrtur í fallegum litum voru mjög smart. Lýsingin var þannig gerð að maður tók ekki eftir henni sem slíkri sem í mínum huga þýðir að hún hafi passað algjörlega við það sem fram fór á sviðinu. Hannes Þór Egilsson fór á kostum sem aðalfígúra verksins. Atriðin hans, oftast með Þyrí Huld Árnadóttur og Cameron Corbett en einnig með öllum hópnum, voru eins og rauði þráðurinn í verkinu og héldu því á einhvern hátt saman. Tilburðir Hannesar minntu á Rowan Atkinson í Mr. Bean og Johnny English en líka á karlinn í Línunni. Cameron fékk einnig að spreyta sig á leikrænni útfærslu líkamstjáningarinnar og tókst það mjög vel. Hann gat hæglega rennt sér á milli kröftugra danshreyfinga og táningarríks látbragðs. Þyrí Huld Árnadóttir, nýútskrifaður dansari frá LHÍ, lék einnig stórt hlutverk í verkinu, líkamsfærni hennar er með ólíkindum og stíllinn sérstakur. Vonandi eiga áhorfendur ÍD eftir að sjá hana oft í Borgarleikhúsinu. Frammistaða annarra dansara í verkinu var líka mjög til fyrirmyndar. Hópurinn sem samanstóð af nokkrum nýjum og efnilegum dönsurum auk þeirra eldri og reyndari var greinilega í fantaformi og virtust dansararnir hafa gaman af sýningunni. Verkið Fullkominn dagur til drauma er í sjálfu sér sára einfalt. Höfundur leikur sér með sérkenni og færni dansaranna og skapar út frá henni skemmtileg atriði sem tengjast saman í eina heild þó vart sé hægt að tala um eiginlega frásögn eða framvindu. Uppátæki dansaranna vöktu oft á tíðum kátínu áhorfenda, leikur þeirra að hreyfingum var líka aðdáunarverður. Verkið krafðist mikillar líkamlegrar færni af öllum þátttakendum og bauð áhorfendum upp á nýjungar í hreyfistíl. Það er góð leið hjá danshöfundum að miða danssköpun sína við þann flokk sem unnið er með hverju sinni. Þó það sé líka mikilvægt fyrir atvinnudansara eins og dansara dansflokksins að takast á við margbreytilegan hreyfiforða og form. Niðurstaða: Einfalt verk, skapað utan um færni dansaranna sjálfra, vel unnið og skemmtilegt. Ef mann langar að hlæja á danssýningu þá er Fullkominn dagur til drauma svarið. Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dans. Fullkominn dagur til drauma. Höfundur: Anton Lachky. Flytjandi: Íslenski dansflokkurinn. Fullkominn dagur til drauma er fyndið verk á dramatískum nótum. Í því teflir Anton Lachky saman meira en hundrað ára gamalli hádramatískri kaþólskri kirkjutónlist, sálumessum Verdis og Cherubini og gamansömum nútímadansi. Þessa blanda heppnast með ólíkindum vel og á þeim 60 mínútum sem verkið stendur er það aðeins rétt í einum kafla í fyrri hluta verksins sem maður fær á tilfinninguna að tónlistin beri dansinn ofurliði. Höfundurinn notar einnig þögnina á áhrifaríkan hátt. Þegar dansinn fer út fyrir þann ramma sem tónlistinni hæfir dregur tónlistin sig hreinlega í hlé tilbúin að láta til sín taka þegar hennar er þörf. Líkamstjáningin í verkinu er mjög sterk. Dansararnir nota ekki aðeins búkinn á mjög ýktan og krefjandi hátt heldur spilar andlitstjáningin stórt hlutverk sem og röddin, þó ekki sem texti heldur sem hljóð sem verða eins og viðbót við líkamstjáninguna sjálfa. Orð Lachky um að dansararnir séu eins og teiknimyndafígúrur sem hann síðan vinnur með lýsa verkinu vel. Allir sem horft hafa á Tomma og Jenna vita að það þarf engan texta eða skýringar með því sem er að gerast í samskiptum þeirra félaga, líkaminn, andlitið og hljóðin sem fylgja segja allt sem segja þarf. Uppbygging verksins gerir ráð fyrir því að hver dansari fái að njóta sín í sólóparti auk þess að koma fram í dúetti/um. Hópurinn var samt aldrei langt undan og voru allir á sviðinu nánast allan tímann. Hópatriðin sem komu inn á milli þá ekki síst í dramatískustu hlutum tónlistarinnar voru mjög flott og sýndu hvað hópurinn var vel samstilltur. Búningarnir gerðu hópatriði líka flott. Einfaldar svartar buxur og mismunandi blússur og skyrtur í fallegum litum voru mjög smart. Lýsingin var þannig gerð að maður tók ekki eftir henni sem slíkri sem í mínum huga þýðir að hún hafi passað algjörlega við það sem fram fór á sviðinu. Hannes Þór Egilsson fór á kostum sem aðalfígúra verksins. Atriðin hans, oftast með Þyrí Huld Árnadóttur og Cameron Corbett en einnig með öllum hópnum, voru eins og rauði þráðurinn í verkinu og héldu því á einhvern hátt saman. Tilburðir Hannesar minntu á Rowan Atkinson í Mr. Bean og Johnny English en líka á karlinn í Línunni. Cameron fékk einnig að spreyta sig á leikrænni útfærslu líkamstjáningarinnar og tókst það mjög vel. Hann gat hæglega rennt sér á milli kröftugra danshreyfinga og táningarríks látbragðs. Þyrí Huld Árnadóttir, nýútskrifaður dansari frá LHÍ, lék einnig stórt hlutverk í verkinu, líkamsfærni hennar er með ólíkindum og stíllinn sérstakur. Vonandi eiga áhorfendur ÍD eftir að sjá hana oft í Borgarleikhúsinu. Frammistaða annarra dansara í verkinu var líka mjög til fyrirmyndar. Hópurinn sem samanstóð af nokkrum nýjum og efnilegum dönsurum auk þeirra eldri og reyndari var greinilega í fantaformi og virtust dansararnir hafa gaman af sýningunni. Verkið Fullkominn dagur til drauma er í sjálfu sér sára einfalt. Höfundur leikur sér með sérkenni og færni dansaranna og skapar út frá henni skemmtileg atriði sem tengjast saman í eina heild þó vart sé hægt að tala um eiginlega frásögn eða framvindu. Uppátæki dansaranna vöktu oft á tíðum kátínu áhorfenda, leikur þeirra að hreyfingum var líka aðdáunarverður. Verkið krafðist mikillar líkamlegrar færni af öllum þátttakendum og bauð áhorfendum upp á nýjungar í hreyfistíl. Það er góð leið hjá danshöfundum að miða danssköpun sína við þann flokk sem unnið er með hverju sinni. Þó það sé líka mikilvægt fyrir atvinnudansara eins og dansara dansflokksins að takast á við margbreytilegan hreyfiforða og form. Niðurstaða: Einfalt verk, skapað utan um færni dansaranna sjálfra, vel unnið og skemmtilegt. Ef mann langar að hlæja á danssýningu þá er Fullkominn dagur til drauma svarið.
Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira