Reynst erfitt að fá kort til líffæragjafar 6. október 2011 07:15 Geir gunnlaugsson „Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmundur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknisembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur myndum við gefa það. Við sendum línu um það til Landlæknis og fengum þau svör að það væri hið besta mál. Síðan hefur liðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vantað er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembættið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáanleg þar sem birgðir hefðu klárast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera látinn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vandræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endurskoðun upp á síðkastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingurinn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endurskoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bæklingurinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heimasíðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bæklingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
„Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmundur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknisembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur myndum við gefa það. Við sendum línu um það til Landlæknis og fengum þau svör að það væri hið besta mál. Síðan hefur liðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vantað er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembættið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáanleg þar sem birgðir hefðu klárast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera látinn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vandræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endurskoðun upp á síðkastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingurinn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endurskoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bæklingurinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heimasíðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bæklingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira