Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Eyþór Jóvinsson skrifar 11. október 2011 06:00 Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu. Hann furðar sig á því af hverju landsmenn vilji alltaf vera að komast frá landsbyggðinni. Hann telur skynsamlegra að nota peninginn í skólamál, frekar en vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Í pistli sínum segir hann meðal annars orðrétt: „En þegar góðar samgöngur eru orðnar sterkasti kostur staðar er í raun verið að segja: „Staðurinn sjálfur er ekkert spes en það má auðveldlega komast frá honum í annan stað sem er skárri.“ Og þá fara menn að spyrja sig: „Væri þá ekki einfaldara að flytja bara á þann stað?““ Nokkuð dæmigert sjónarhorn frá borgarbúa. Heldur að samgöngur séu aðeins til þess gerðar svo landsbyggðarpakkið geti farið í ferðalög. Setjum þetta nú aðeins í stærra samhengi, samhengi sem jafnvel Pawel getur áttað sig á. Ég reikna fastlega með að hann sé búsettur í Reykjavík. Þar vill hann vera og hefur ekkert að sækja út fyrir borgina. En hvernig ætli lífið í Reykjavík væri ef flug og sjósamgöngur út í heim myndu leggjast af? Tja, já og bara ef að samgöngur út á land myndu leggjast af – er Reykjavík sjálfri sér nóg? Útfutningur myndi leggjast af og þar með stærstu atvinnugreinar Íslands, ferðamenn myndu heyra sögunni til, bensín myndi verða ófáanlegt, og já ekki veit ég til þess að það sé mikið um búfénað eða matvælaræktun í Reykjavík. Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Ef Pawel er ósáttur við að fá hvorki vörur eða þjónustu frá öðrum löndum, já eða landsbyggðinni, þá myndi hann bara flytja á annan stað. – Svo einfalt er það! En ég spyr, hvert ætlar hann að flytja? Hvaða samfélag er ekki háð góðum samgöngum? Góðar samgöngur eru forsenda þess að samfélög lifi af, hvort sem það er Patreksfjörður, Reykjavík eða New York. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu. Hann furðar sig á því af hverju landsmenn vilji alltaf vera að komast frá landsbyggðinni. Hann telur skynsamlegra að nota peninginn í skólamál, frekar en vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Í pistli sínum segir hann meðal annars orðrétt: „En þegar góðar samgöngur eru orðnar sterkasti kostur staðar er í raun verið að segja: „Staðurinn sjálfur er ekkert spes en það má auðveldlega komast frá honum í annan stað sem er skárri.“ Og þá fara menn að spyrja sig: „Væri þá ekki einfaldara að flytja bara á þann stað?““ Nokkuð dæmigert sjónarhorn frá borgarbúa. Heldur að samgöngur séu aðeins til þess gerðar svo landsbyggðarpakkið geti farið í ferðalög. Setjum þetta nú aðeins í stærra samhengi, samhengi sem jafnvel Pawel getur áttað sig á. Ég reikna fastlega með að hann sé búsettur í Reykjavík. Þar vill hann vera og hefur ekkert að sækja út fyrir borgina. En hvernig ætli lífið í Reykjavík væri ef flug og sjósamgöngur út í heim myndu leggjast af? Tja, já og bara ef að samgöngur út á land myndu leggjast af – er Reykjavík sjálfri sér nóg? Útfutningur myndi leggjast af og þar með stærstu atvinnugreinar Íslands, ferðamenn myndu heyra sögunni til, bensín myndi verða ófáanlegt, og já ekki veit ég til þess að það sé mikið um búfénað eða matvælaræktun í Reykjavík. Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Ef Pawel er ósáttur við að fá hvorki vörur eða þjónustu frá öðrum löndum, já eða landsbyggðinni, þá myndi hann bara flytja á annan stað. – Svo einfalt er það! En ég spyr, hvert ætlar hann að flytja? Hvaða samfélag er ekki háð góðum samgöngum? Góðar samgöngur eru forsenda þess að samfélög lifi af, hvort sem það er Patreksfjörður, Reykjavík eða New York.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun