Harry's vekur athygli 12. nóvember 2011 20:00 Lolong og Kristján reka lítinn filippseyskan veitingastað á Rauðarárstíg. Staðurinn hefur vakið athygli á þekktri ferðamannavefsíðu. Fréttablaðið/stefán Blaðamaðurinn Ethan Belmonte hjá The Philippine Star sem er fréttaveita fyrir Filippseyinga á heimsvísu varð heldur hissa þegar hann rakst á filippseyskan veitingastað á ferðalagi sínu um Reykjavík. Hann skrifar um upplifun sína af veitingastaðnum Harry's á Rauðarárstíg 33 í nýlegri grein í blaðinu sem einnig má finna á www.philstar.com. Þar greinir hann frá því að filippseyskur matur sé ekki algengur úti í hinum stóra heimi og falli jafnan í skuggann af annarri asískri matargerð, frá Kína, Japan og Taílandi. Því hafi verið gleðilegt að hitta á Harry's og ekki síður skemmtilegt að sjá að staðurinn er í öðru sæti yfir tuttugu vinsælustu veitingastaði Reykjavíkur að mati lesenda vefsíðunnar TripAdvisor.com. Listinn á vefsíðunni er að mörgu leyti áhugaverður því þar er að finna bæði vel þekkta og minna þekkta veitingastaði borgarinnar. Harry's er til dæmis lítið þekktur meðal Íslendinga en trónaði lengi vel efst á listanum. Belmonte var sammála flestum þeim sem höfðu gefið Harry's einkunn og þótti staðurinn einfaldur og vinalegur, matseðillinn aðgengilegur og maturinn vel lagaður. Eigendur Harry's eru hjónin Kristján Kristjánsson og Aralyn Kristjánsson kölluð Lolong. Meðan eiginmaðurinn sinnir gestunum stendur Lolong í eldhúsinu og eldar hvern réttinn á fætur öðrum. „Við kynntumst á Íslandi fyrir ellefu árum," segir Kristján en sameiginlegur draumur um eigin veitingastað vaknaði fljótlega. „Við höfðum ekki efni á slíkri fjárfestingu þá en fórum þess í stað út í annan rekstur og rákum söluturninn á Sunnutorgi við Langholtsveg í átta ár," upplýsir Kristján en fyrir tveimur árum ákváðu þau að láta slag standa. „Við keyptum lítið húsnæði við hliðina á Hótel Reykjavík á Rauðarárstíg og stofnuðum veitingastaðinn Harry's." Og hvaðan kemur nafnið? „Það er nú bara millinafnið mitt," svarar Kristján en með nafninu vildu þau höfða til ferðamanna af hótelum í götunni enda eru ferðamenn í miklum meirihluta gesta staðarins. „Við höfum lítið auglýst enda hefur gengið vel og svo erum við aðeins með 28 sæti og níu borð og getum því ekki annað mikilli eftirspurn," segir Kristján en þau hjónin sjá ein um staðinn. Þau hafa fundið fyrir auknum áhuga eftir velgengnina á vefsíðunni TripAdvisor. „Já, nú koma ferðamenn frá hótelum hinumegin í bænum," segir hann hlæjandi. En huga þau þá ekki að útrás? „Nei, við höfum lítinn áhuga á því. Við eigum nóg fyrir okkur og börnin okkar tvö. Við þurfum ekkert meir," segir Kristján hógvær. solveig@frettabladid.isTíu bestu veitingastaðir í Reykjavík samkvæmt lesendum TripAdvisor 1. Fiskfélagið, Vesturgötu 2a 2. Harry's, Rauðarárstíg 33 3. Café Haiti, Geirsgötu 7b 4. Austur-Indíafjelagið, Hverfisgötu 56 5. Sjávarkjallarinn, Aðalstræti 2 6. Indian Mango, Frakkastíg 12 7. Þrír frakkar hjá Úlfari, Baldursgötu 14 8. Sjávargrillið, Skólavörðustíg 14 9. Nauthóll, Nauthólsvegi 106 10. Icelandic Fish & Chips, Tryggvagötu 8 Veitingastaðir Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Blaðamaðurinn Ethan Belmonte hjá The Philippine Star sem er fréttaveita fyrir Filippseyinga á heimsvísu varð heldur hissa þegar hann rakst á filippseyskan veitingastað á ferðalagi sínu um Reykjavík. Hann skrifar um upplifun sína af veitingastaðnum Harry's á Rauðarárstíg 33 í nýlegri grein í blaðinu sem einnig má finna á www.philstar.com. Þar greinir hann frá því að filippseyskur matur sé ekki algengur úti í hinum stóra heimi og falli jafnan í skuggann af annarri asískri matargerð, frá Kína, Japan og Taílandi. Því hafi verið gleðilegt að hitta á Harry's og ekki síður skemmtilegt að sjá að staðurinn er í öðru sæti yfir tuttugu vinsælustu veitingastaði Reykjavíkur að mati lesenda vefsíðunnar TripAdvisor.com. Listinn á vefsíðunni er að mörgu leyti áhugaverður því þar er að finna bæði vel þekkta og minna þekkta veitingastaði borgarinnar. Harry's er til dæmis lítið þekktur meðal Íslendinga en trónaði lengi vel efst á listanum. Belmonte var sammála flestum þeim sem höfðu gefið Harry's einkunn og þótti staðurinn einfaldur og vinalegur, matseðillinn aðgengilegur og maturinn vel lagaður. Eigendur Harry's eru hjónin Kristján Kristjánsson og Aralyn Kristjánsson kölluð Lolong. Meðan eiginmaðurinn sinnir gestunum stendur Lolong í eldhúsinu og eldar hvern réttinn á fætur öðrum. „Við kynntumst á Íslandi fyrir ellefu árum," segir Kristján en sameiginlegur draumur um eigin veitingastað vaknaði fljótlega. „Við höfðum ekki efni á slíkri fjárfestingu þá en fórum þess í stað út í annan rekstur og rákum söluturninn á Sunnutorgi við Langholtsveg í átta ár," upplýsir Kristján en fyrir tveimur árum ákváðu þau að láta slag standa. „Við keyptum lítið húsnæði við hliðina á Hótel Reykjavík á Rauðarárstíg og stofnuðum veitingastaðinn Harry's." Og hvaðan kemur nafnið? „Það er nú bara millinafnið mitt," svarar Kristján en með nafninu vildu þau höfða til ferðamanna af hótelum í götunni enda eru ferðamenn í miklum meirihluta gesta staðarins. „Við höfum lítið auglýst enda hefur gengið vel og svo erum við aðeins með 28 sæti og níu borð og getum því ekki annað mikilli eftirspurn," segir Kristján en þau hjónin sjá ein um staðinn. Þau hafa fundið fyrir auknum áhuga eftir velgengnina á vefsíðunni TripAdvisor. „Já, nú koma ferðamenn frá hótelum hinumegin í bænum," segir hann hlæjandi. En huga þau þá ekki að útrás? „Nei, við höfum lítinn áhuga á því. Við eigum nóg fyrir okkur og börnin okkar tvö. Við þurfum ekkert meir," segir Kristján hógvær. solveig@frettabladid.isTíu bestu veitingastaðir í Reykjavík samkvæmt lesendum TripAdvisor 1. Fiskfélagið, Vesturgötu 2a 2. Harry's, Rauðarárstíg 33 3. Café Haiti, Geirsgötu 7b 4. Austur-Indíafjelagið, Hverfisgötu 56 5. Sjávarkjallarinn, Aðalstræti 2 6. Indian Mango, Frakkastíg 12 7. Þrír frakkar hjá Úlfari, Baldursgötu 14 8. Sjávargrillið, Skólavörðustíg 14 9. Nauthóll, Nauthólsvegi 106 10. Icelandic Fish & Chips, Tryggvagötu 8
Veitingastaðir Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira