Sveppi og Þorsteinn mala gull í kvikmyndahúsunum 12. október 2011 10:00 Tveir á toppnum Sverrir Þór og Þorsteinn Guðmunds eru aðalmennirnir í íslenskum kvikmyndum það sem af lifir ári. Okkar eigin Osló, sem Þorsteinn skrifaði handritið að og lék aðalhlutverkið í, er tekjuhæsta íslenska kvikmynd ársins en flestir hafa séð Algjöran Sveppa og töfraskápinn. Sverrir Þór Sverrisson og Þorsteinn Guðmundsson eru kóngarnir í íslenskri kvikmyndagerð það sem af er þessu ári. Okkar eigin Osló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn eru einu íslensku myndirnar sem hafa náð að rjúfa 10 þúsund og 20 þúsund gesta múrinn en tíu íslenskar myndir verða væntanlega frumsýndar á þessu ári. „Jú, það er fínt að vera bíókóngur, þó ekki sé nema í einn dag,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið en kvikmyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn hefur fengið flesta gestina á þessu ári eða rúmlega 27 þúsund. Algjör Sveppi hefur því selt miða fyrir rúmar 27 milljónir. Sverrir viðurkennir að aðsóknin sé vissulega hvetjandi og fái hann til að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að gera bara fjórðu Sveppa-myndina. En ekkert hefur verið gefið út um hvort Algjör Sveppi og töfraskápurinn sé síðasta Sveppa-myndin. „Maður ætti auðvitað ekki einu sinni að hugsa um þetta. Og ég sjálfur treysti mér alveg til að leika áfram barn.“ Þorsteinn Guðmundsson var himinlifandi með árangur Okkar eigin Osló en myndin er tekjuhæsta mynd ársins enn sem komið er. Alls sáu rúmlega 23 þúsund manns myndina sem skilaði tæplega þrjátíu milljónum í miðasölu. Þorsteinn telur að svokölluð fiðrilda-áhrif hafi haft mikið að segja um hversu vel myndin gekk. „Stemningin á tökustað var frábær og þegar fimmtíu manns líður svona vel þá hlýtur það að smita út frá sér,“ segir Þorsteinn en þegar Fréttablaðið ræddi við hann lá hann kvefaður inni á hótelherbergi á Benidorm þar sem tökur á sjónvarpsþáttunum Lífsleikni Gillz fara fram. Þorsteinn segir þá einnig hafa verið heppna með tímasetningu en myndin var frumsýnd í lok febrúar. „Það er mikið sumar í myndinni og það virtist vera það sem Íslendingar þurftu á að halda þá.“ Tæplega 72 þúsund gestir hafa séð þær sjö íslensku kvikmyndir sem frumsýndar hafa verið á þessu ári. Hafa Íslendingar því keypt miða á íslenskar bíómyndir fyrir rúmlega 93 milljónir íslenskra króna, sé miðað við að miðinn kosti 1.300 krónur. Tvær nýjar myndir voru frumsýndar fyrir hálfum mánuði: Eldfjall Rúnars Rúnarssonar og unglingamyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra. Þær hafa hins vegar átt ólíku gengi að fagna í miðasölu. Tæplega fjögur þúsund gestir hafa séð Eldfjallið en aðeins 850 unglingamyndina. Í vikunni verða síðan frumsýndar tvær nýjar myndir: Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson og teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson og Þorsteinn Guðmundsson eru kóngarnir í íslenskri kvikmyndagerð það sem af er þessu ári. Okkar eigin Osló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn eru einu íslensku myndirnar sem hafa náð að rjúfa 10 þúsund og 20 þúsund gesta múrinn en tíu íslenskar myndir verða væntanlega frumsýndar á þessu ári. „Jú, það er fínt að vera bíókóngur, þó ekki sé nema í einn dag,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið en kvikmyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn hefur fengið flesta gestina á þessu ári eða rúmlega 27 þúsund. Algjör Sveppi hefur því selt miða fyrir rúmar 27 milljónir. Sverrir viðurkennir að aðsóknin sé vissulega hvetjandi og fái hann til að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að gera bara fjórðu Sveppa-myndina. En ekkert hefur verið gefið út um hvort Algjör Sveppi og töfraskápurinn sé síðasta Sveppa-myndin. „Maður ætti auðvitað ekki einu sinni að hugsa um þetta. Og ég sjálfur treysti mér alveg til að leika áfram barn.“ Þorsteinn Guðmundsson var himinlifandi með árangur Okkar eigin Osló en myndin er tekjuhæsta mynd ársins enn sem komið er. Alls sáu rúmlega 23 þúsund manns myndina sem skilaði tæplega þrjátíu milljónum í miðasölu. Þorsteinn telur að svokölluð fiðrilda-áhrif hafi haft mikið að segja um hversu vel myndin gekk. „Stemningin á tökustað var frábær og þegar fimmtíu manns líður svona vel þá hlýtur það að smita út frá sér,“ segir Þorsteinn en þegar Fréttablaðið ræddi við hann lá hann kvefaður inni á hótelherbergi á Benidorm þar sem tökur á sjónvarpsþáttunum Lífsleikni Gillz fara fram. Þorsteinn segir þá einnig hafa verið heppna með tímasetningu en myndin var frumsýnd í lok febrúar. „Það er mikið sumar í myndinni og það virtist vera það sem Íslendingar þurftu á að halda þá.“ Tæplega 72 þúsund gestir hafa séð þær sjö íslensku kvikmyndir sem frumsýndar hafa verið á þessu ári. Hafa Íslendingar því keypt miða á íslenskar bíómyndir fyrir rúmlega 93 milljónir íslenskra króna, sé miðað við að miðinn kosti 1.300 krónur. Tvær nýjar myndir voru frumsýndar fyrir hálfum mánuði: Eldfjall Rúnars Rúnarssonar og unglingamyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra. Þær hafa hins vegar átt ólíku gengi að fagna í miðasölu. Tæplega fjögur þúsund gestir hafa séð Eldfjallið en aðeins 850 unglingamyndina. Í vikunni verða síðan frumsýndar tvær nýjar myndir: Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson og teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira