Æskudýrkun úthýst og gömlu gildin tóku við 13. október 2011 05:00 REynslan aftur orðin kostur Samkvæmt rannsókn Unu Eyþórsdóttur hefur meðalaldur stjórnenda í íslensku atvinnulífi hækkað eftir hrun. Fréttablaðið/GVA Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssérfræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurningin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólkið af þeim yngri? Af hverju reynum við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórnendur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gildin eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynsluheimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bakgrunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í auknum mæli, meðal annars í bönkunum. „Ef það er einhver einn lærdómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verðum að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var allsráðandi hjá okkur.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssérfræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurningin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólkið af þeim yngri? Af hverju reynum við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórnendur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gildin eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynsluheimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bakgrunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í auknum mæli, meðal annars í bönkunum. „Ef það er einhver einn lærdómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verðum að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var allsráðandi hjá okkur.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira