Erlent

Þúsund sleppt fyrir einn

Palestínumenn fagna
Sumir helstu leiðtogar herskárra Palestínumanna verða áfram í fangelsi.
nordicphotos/AFP
Palestínumenn fagna Sumir helstu leiðtogar herskárra Palestínumanna verða áfram í fangelsi. nordicphotos/AFP
Ísraelsk stjórnvöld hafa fallist á að láta meira en þúsund Palestínumenn lausa úr fangelsum í skiptum fyrir Gilad Shalit. Shalit hafði verið gísl í haldi Palestínumanna frá árinu 2006.

Þrír ísraelskir ráðherrar greiddu atkvæði gegn fangaskiptunum og hörðustu andstæðingar Palestínumanna meðal Ísraela segja að þessir fangar, sem nú fá frelsið, muni verða í fararbroddi nýrra ofbeldisverka gegn Ísrael.

Leiðtogar Hamas segja að Ísraelar hafi fallist á nær allar kröfur þeirra, en Yoram Cohen, yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar Shin Bet, segir að samkomulagið hafi fyrst orðið mögulegt eftir að Hamas hafði gefið eftir í mikilvægum atriðum, meðal annars með því að fallast á að sumir helstu leiðtogar uppreisnar Palestínumanna yrðu ekki látnir lausir.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×