Innlent

Hélt ræðu um norðurslóðir

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu á ráðstefnu um framtíð norðurslóða í Brussel í gær.

Forystumenn og fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sérfræðingar og vísindamenn sækja ráðstefnuna, samkvæmt fréttatilkynningu frá forsetaembættinu.

Forsetinn rakti mikilvægi norðurslóða og áherslur Íslands. Hann lagði sérstaka áherslu á varðveislu fiskistofna og nýtingu hreinnar orku. Þá lagði hann áherslu á ábyrgð allra ríkja gagnvart framtíð norðurslóða og mikilvægi þess að virða réttindi samfélaganna sem hafa búið á norðurslóðum um árþúsundir. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×