Fótbolti

Mancini: Leikurinn gegn Villarreal stærri en sá á móti United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini Var kuldalegur á æfingu í gær. Mynd/Gettyimages
Roberto Mancini Var kuldalegur á æfingu í gær. Mynd/Gettyimages
Manchester-liðin þurfa bæði á sigri að halda í Meistaradeildinni í kvöld eftir slæm úrslit í síðustu umferð. Manchester United heimsækir rúmensku meistarana í Otelul Galati en Manchester City tekur á móti Villarreal. Liðin mætast síðan í fyrri Manchester-slag vetrarins á Old Trafford um næstu helgi.

Man. United gerði 3-3 jafntefli við Basel í síðasta leik og stjórinn Sir Alex Ferguson segir að liðið verði að vinna báða leikina við Rúmenana.

Manchester City er í 3. sæti í sínum riðli og hefur aðeins fengið eitt stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum.

„Er Villarreal-leikurinn stærri en sá á móti United? Já, því ef við vinnum ekki þennan leik þá verður erfitt fyrir okkur að komast áfram,“ sagði Roberto Mancini, stjóri Man City.

Leikir kvöldsins

A-riðill:

18.45 Napoli - Bayern München

18.45 Man. City - Villarreal (Sport 3)

B-riðill:

16.00 CSKA Moskva - Trabzonspor

18.45 Lille - Inter Milan

C-riðill:

18.45 Basel - Benfica

18.45 Otelul Galati - Man. Utd. (Sport & HD)

D-riðill:

18.45 Real Madrid - Lyon (Sport 4)

18.45 Dinamo Zagreb - Ajax




Fleiri fréttir

Sjá meira


×