John Grant vill vinna með GusGus 21. október 2011 11:00 Biggi Veira úr GusGus bauð John Grant í heimsókn í hljóðverið sitt í síðustu viku. fréttablaðið/stefán Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus hitti bandaríska tónlistarmanninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu. „Hann gaf sig bara á tal við mig þegar við vorum að spila á Kexinu. Hann langaði að kíkja í heimsókn í stúdíóið þannig að hann kom til mín á föstudaginn. Hann fékk að hlusta á demó sem við höfðum ekki klárað og svo tók ég hann í „syntha"-kennslu," segir Biggi en Grant notast við „syntha", eða hljóðgervla í tónlist sinni. Biggi segir Grant vera frábæran söngvara sem gerir áhugaverða tónlist. Í viðtalinu við Fréttablaðið sagðist Grant vilja prófa sig áfram í elektrónískri tónlist og svo virðist sem hann vilji vinna með GusGus. „Hann var að spyrja hvort okkur langaði að hjálpa honum eitthvað við það og ég sagði að það væri alveg sjálfsagt að skoða það mál." Biggi er núna orðinn einn af mörgum íslenskum vinum Grants á Facebook. „Okkur þótti báðum mjög leiðinlegt að við vorum að spila á sama tíma á Airwaves. En hann var rosalega hrifinn af Íslandi og ég sá að þegar hann kom í heimsókn var hann nýbúinn að kaupa sér kennslubók í íslensku og var að spyrja mig aðeins út í það. Ég sagði honum að við höfðum unnið í plötunni okkar í sumarbústað og hann var einmitt að tala um að hann langaði að koma hingað einhvern tímann, þvælast um og vinna. Þannig að við erum greinlega búinn að eignast enn einn Íslandsvin, eins og þeir eru kallaðir." - fb Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus hitti bandaríska tónlistarmanninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu. „Hann gaf sig bara á tal við mig þegar við vorum að spila á Kexinu. Hann langaði að kíkja í heimsókn í stúdíóið þannig að hann kom til mín á föstudaginn. Hann fékk að hlusta á demó sem við höfðum ekki klárað og svo tók ég hann í „syntha"-kennslu," segir Biggi en Grant notast við „syntha", eða hljóðgervla í tónlist sinni. Biggi segir Grant vera frábæran söngvara sem gerir áhugaverða tónlist. Í viðtalinu við Fréttablaðið sagðist Grant vilja prófa sig áfram í elektrónískri tónlist og svo virðist sem hann vilji vinna með GusGus. „Hann var að spyrja hvort okkur langaði að hjálpa honum eitthvað við það og ég sagði að það væri alveg sjálfsagt að skoða það mál." Biggi er núna orðinn einn af mörgum íslenskum vinum Grants á Facebook. „Okkur þótti báðum mjög leiðinlegt að við vorum að spila á sama tíma á Airwaves. En hann var rosalega hrifinn af Íslandi og ég sá að þegar hann kom í heimsókn var hann nýbúinn að kaupa sér kennslubók í íslensku og var að spyrja mig aðeins út í það. Ég sagði honum að við höfðum unnið í plötunni okkar í sumarbústað og hann var einmitt að tala um að hann langaði að koma hingað einhvern tímann, þvælast um og vinna. Þannig að við erum greinlega búinn að eignast enn einn Íslandsvin, eins og þeir eru kallaðir." - fb
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira