Flæðir yfir hálendið og friðlýstar perlur 25. október 2011 05:30 Útbreiðslukort lúpínu Í skýrslu lúpínunefndarinnar er útbreiðslan sýnd í 10x10 kílómetra reitum árin 2009 og 2010, eftir endurmat. Myndin sýnir að landnám jurtarinnar nær til alls landsins í meiri eða minni mæli. Skráning Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu. Notkun framandi jurtategunda er bönnuð á Íslandi ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Skráning á útbreiðslu þeirra sýnir hins vegar að lúpínu er að finna á 43 reitum á hálendinu sem hver um sig eru 500 sinnum 500 metrar að stærð. Samsvarandi tölur fyrir friðlýst svæði í landinu eru 118 reitir og hraun frá sögulegum tíma 120 reitir. Notkun framandi tegunda er bönnuð á öllum þessum svæðum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, segir að ef ekki verði brugðist við án tafar sé ljóst að umfang vandans verði meira en ráðið verði við. Hann starfar í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem undirbýr aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínunnar. Nefndin, sem kemur saman á morgun, skilaði umfangsmikilli skýrslu til ráðherra í apríl í fyrra. Þá var boðað að ráðist yrði gegn útbreiðslu lúpínu með skipulögðum hætti. „Forgangurinn er á hálendið núna,“ segir Jón Gunnar spurður um áherslur nefndarinnar. Jón Gunnar segir það talið víst að útbreiðslan sé miklum mun meiri en skráning svæða segir til um, eins og kemur jafnframt fram í nýútkominni Hvítbók um náttúruvernd, þar sem sérstaklega er fjallað um lúpínuna sem aðsteðjandi hættu í náttúru Íslands. Nú er svo komið að lúpína vex víða á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil, en einkum þó við þéttbýli og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hefur útbreiðsla hennar stóraukist eftir 1990 en hún var upphaflega flutt hingað til lands um aldamótin 1900. Í skýrslu lúpínunefndarinnar segir að það sé brýnt að lágmarka það tjón sem lúpína, og aðrar óæskilegar tegundir, hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverðmæti. Hins vegar verður lúpínan áfram mikilvæg jurt í landgræðslu og forræktun fyrir skógrækt á rýrum svæðum enda þekkt að lúpína hefur verið notuð mikið til landgræðslu og vegna skógræktar með góðum árangri. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Skráning Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu. Notkun framandi jurtategunda er bönnuð á Íslandi ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Skráning á útbreiðslu þeirra sýnir hins vegar að lúpínu er að finna á 43 reitum á hálendinu sem hver um sig eru 500 sinnum 500 metrar að stærð. Samsvarandi tölur fyrir friðlýst svæði í landinu eru 118 reitir og hraun frá sögulegum tíma 120 reitir. Notkun framandi tegunda er bönnuð á öllum þessum svæðum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, segir að ef ekki verði brugðist við án tafar sé ljóst að umfang vandans verði meira en ráðið verði við. Hann starfar í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem undirbýr aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínunnar. Nefndin, sem kemur saman á morgun, skilaði umfangsmikilli skýrslu til ráðherra í apríl í fyrra. Þá var boðað að ráðist yrði gegn útbreiðslu lúpínu með skipulögðum hætti. „Forgangurinn er á hálendið núna,“ segir Jón Gunnar spurður um áherslur nefndarinnar. Jón Gunnar segir það talið víst að útbreiðslan sé miklum mun meiri en skráning svæða segir til um, eins og kemur jafnframt fram í nýútkominni Hvítbók um náttúruvernd, þar sem sérstaklega er fjallað um lúpínuna sem aðsteðjandi hættu í náttúru Íslands. Nú er svo komið að lúpína vex víða á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil, en einkum þó við þéttbýli og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hefur útbreiðsla hennar stóraukist eftir 1990 en hún var upphaflega flutt hingað til lands um aldamótin 1900. Í skýrslu lúpínunefndarinnar segir að það sé brýnt að lágmarka það tjón sem lúpína, og aðrar óæskilegar tegundir, hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverðmæti. Hins vegar verður lúpínan áfram mikilvæg jurt í landgræðslu og forræktun fyrir skógrækt á rýrum svæðum enda þekkt að lúpína hefur verið notuð mikið til landgræðslu og vegna skógræktar með góðum árangri. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira